fbpx
Miðvikudagur 08.október 2025
Fréttir

Stokkað upp í stjórn Íslandsbanka: Fimm nýir stjórnarmenn

Friðrik Sophusson og Helga Valfells þau einu sem verða áfram – Þrír útlendingar fara úr stjórninni

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 17. apríl 2016 22:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bankasýsla ríkisins hefur tilnefnt fimm nýja einstaklinga til að taka sæti í stjórn Íslandsbanka en aðalfundur bankans verður haldinn næstkomandi þriðjudag. Friðrik Sophusson, sem hefur verið stjórnarformaður bankans frá 2010, og Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, eru þau einu sem eru tilnefnd á ný í sjö manna stjórn Íslandsbanka.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Íslandsbanka en þau sem sem koma ný inn í stjórn bankans eru Anna Þórðardóttir, endurskoðandi, Auður Finnbogadóttir, formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins, Árni Stefánsson, verkfræðingur hjá Rio Tinto Alcan, Hallgrímur Snorrason, fyrrverandi hagstofustjóri, og Heiðrún Jónsdóttir, lögfræðingur.

Þá hefur Bankasýslan tilnefnt Herdísi Gunnarsdóttur og Pálma Kristinsson sem varamenn í stjórn Íslandsbanka. Bankasýslan heldur utan um 100% hlut ríkisins í bankanum en ríkið eignaðist bankann að fullu fyrr á þessu ári eftir að kröfuhafar Glitnis samþykktu að framselja 95% eignarhlut slitabúsins í Íslandsbanka sem hluta af stöðugleikaframlagi Glitnis til stjórnvalda.

Friðrik Sophusson hefur stýrt stjórn bankans frá 2010.
Stjórnarformaður Íslandsbanka Friðrik Sophusson hefur stýrt stjórn bankans frá 2010.

Mynd: Íslandsbanki

Útlendingarnir fara úr stjórninni

Á meðal þeirra sem hætta í stjórn Íslandsbanka eru þrír erlendir aðilar en auk þess fara þeir Árni Tómasson og Gunnar Fjalar Helgason úr stjórninni. Árni hafði setið í stjórn bankans frá árinu 2010 en hann var einnig formaður skilanefndar Glitnis frá 2008 til 2011.

Heiðrún Jónsdóttir er í dag meðal annars stjórnarformaður Íslenskra verðbréfa og því er ljóst að hún mun þurfa að segja sig úr þeirri stjórn enda er ekki heimilt að sitja samtímis í stjórnum tveggja fjármálafyrirtækja. Þá verður að teljast líklegt að Auður Finnbogadóttir geti ekki gegnt stjórnarformennsku í Samkeppniseftirlitinu eftir að hún mun taka sæti í stjórn Íslandsbanka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Héðinn ómyrkur í máli: Hótelið dregið niður á bókunarsíðum vegna slæmra vega

Héðinn ómyrkur í máli: Hótelið dregið niður á bókunarsíðum vegna slæmra vega
Fréttir
Í gær

Bæjarstjóri Kópavogs bregst við harðri gagnrýni: Keypt niðurstaða í pólitískum leik?

Bæjarstjóri Kópavogs bregst við harðri gagnrýni: Keypt niðurstaða í pólitískum leik?
Fréttir
Í gær

Vilja Uber til Íslands og stofna úrskurðarnefnd um þjónustu leigubíla

Vilja Uber til Íslands og stofna úrskurðarnefnd um þjónustu leigubíla
Fréttir
Í gær

Vekja samfélagið til umhugsunar um vaxandi einmanaleika

Vekja samfélagið til umhugsunar um vaxandi einmanaleika
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjóst alls ekki við að lenda í þessu á Íslandi: „Þetta er búið að eyðileggja ferðina fyrir mér”

Bjóst alls ekki við að lenda í þessu á Íslandi: „Þetta er búið að eyðileggja ferðina fyrir mér”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flúði af vettvangi eftir hnífstungu

Flúði af vettvangi eftir hnífstungu