fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Ósáttur kærasti kýldi Sigurbjörn: „ … þá stekkur hann til mín og slær mig“

Árásarmaðurinn kærasti fyrrverandi nemanda sem kom að sækja eigur sínar

Ritstjórn DV
Laugardaginn 16. apríl 2016 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari Framhaldsskólans á Laugum, var kýldur í skólanum á miðvikudag. Fyrrverandi nemandi var þar kominn til að sækja eigur sínar af heimavistinni. Nemandinn, ónefnd stúlka, taldi að eitthvað vantaði upp á og brást kærasti hennar hinn versti við og réðst á skólameistarann.

„Kærastinn vildi meina að ég og skólinn bærum ábyrgð á þessum eigum sem vantaði og þau töldu þær vera þarna í öðru herbergi.“

Sigurbjörn bætir við:

„Ég fékk leyfi til að fara þar inn og þar fannst eitthvað af þessu dóti. Í kjölfarið kom til orðaskipta og ryskinga milli herbergiseiganda og þessa fyrrverandi nemanda. Drengurinn [kærastinn, innsk. blm.] var búinn að segja við mig fyrir að ef til ryskinga kæmi þá myndi hann slá mig fyrir hvert högg sem hann fengi. Því ég bæri ábyrgð á öllu saman. Þegar ég kem fram úr þessu herbergi og er að afhenda henni eigur hennar þá stekkur hann til mín og slær mig.“

„Ég er aðeins marinn og aumur á bak við eyrað,“ segir Sigurbjörn sem hefur kært árásina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag