fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Þorbjörn Þórðarson um MMA: „Þetta er ekki íþrótt, þetta er skipulagt ofbeldi“

Hætturnar við MMA íþróttina aftur í umræðunni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. apríl 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttamaðurinn Þorbjörn Þórðarson segir MMA ekki vera íþrótt heldur skipulagt ofbeldi. Hann tjáir sig í kjölfar frétta af andláti MMA-bardagamannsins João Carvalho sem lést á mánudagskvöldið í kjölfar höfuðmeiðsla sem hann hlaut í bardaga liðna helgi.

DV greindi frá málinu í gær.

Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem umræða um hætturnar sem fylgja MMA-íþróttinni kemst í hámæli á Íslandi.

„Ólystugt er fyrsta orðið sem kom í hugann – en svo fattar maður að það er ekki nógu sterkt orð. Þetta er ógeðslegt,“ lét fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason hafa eftir sér á Eyjunni árið 2014. Í fyrra áttu sér stað atvik í Salaskóla þar sem tíu og ellefu ára drengir slógust í frímínútum, og kýldu hvorn annan í andlitið.

Hafsteinn Karlsson skólastjóri Salaskóla sagði í samtali við DV að aðdáun drengjanna á Gunnari Nelson, væri um að kenna. „Þetta er hreinn viðbjóður og því miður er fullt af litlum drengjum sem horfa á þetta á vefnum án vitundar foreldra sinna. Þarna sjá þeir Gunnar Nelson sem hefur verið hafinn upp til skýjanna hér á landi fyrir þetta ofbeldi,“ sagði Hafsteinn í samtali við blaðamann DV.

Gunnar Nelsson, svaraði þessum ummælum í kjölfarið, og sagði barnalegt að honum væri kennt um óknytti drengjanna í Salaskóla.

„Ég hef oft sagt það áður að það er kannski ekki fyrir alla að horfa á þetta sport. Foreldrar eiga að dæma um það eða stjórna því hvort börnin sín eigi að horfa á þetta ekki og hvort þau hafi þroska til að skilja hvað er að gerast. Að ætla að kenna Michael Schumacher um að einhver hafi keyrt of hratt niður í bæ er eins asnalegt og það hljómar,“ sagði Gunnar Nelson meðal annars í viðtalinu sem birtist í MMA fréttum.

Þorbjörn Þórðarson ritaði ummæli sín um MMA á facebook um leið og hann deildi grein frá The Guardian þar sem íþróttin er gagnrýnd harðlega. „Vinsældir íþróttarinnar eru engin afsökun fyrir löglegu drápi,“ er yfirskrift hennar.

Þorbjörn hafði þetta um málið að segja: „Greinargóð lýsing á MMA-harmleiknum í Dyflinni sl. laugardagskvöld. Þetta er ekki íþrótt, þetta er skipulagt ofbeldi. Ég er ekki hlynntur boðum og bönnum þegar tveir fullorðnir einstaklingar gefa upplýst samþykki. Menn gefa samt varla samþykki fyrir eigin dauða. Það getur ekki verið forsvaranlegt að reglurnar sem gilda um þetta fyrirbæri heimili endurtekin högg í höfuð liggjandi manns. Það er eitthvað mikið að hér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum
Fréttir
Í gær

Grunur um fyrstu banvænu bjarndýrsárásina í Flórída – 89 ára gamall maður fannst látinn ásamt hundi sínum

Grunur um fyrstu banvænu bjarndýrsárásina í Flórída – 89 ára gamall maður fannst látinn ásamt hundi sínum
Fréttir
Í gær

Landsréttur fellir úr gildi gæsluvarðhald yfir Sigurði Almari

Landsréttur fellir úr gildi gæsluvarðhald yfir Sigurði Almari