fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Þrír starfsmenn Íslandspósts í Sviss til að meta kosti rafhjóla

Tapað 280 milljónum undanfarin þrjú ár – Íslandspóstur hyggur á hagræðingu í dreifingu og fækkar fólki.

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 9. apríl 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslandspóstur hefur unnið að innleiðingu rafhjóla til póstdreifingar hérlendis undanfarin misseri. Þrír starfsmenn fyrirtækisins eru staddir í Sviss þar sem leggja á mat á hjól frá tveimur söluaðilum. Heildarkostnaður við ferðina er um 700 þúsund krónur. Hið opinbera hlutafélag hefur verið rekið með samtals 280 milljóna króna tapi undanfarin þrjú ár.

Fækka starfsfólki

Innleiðing rafhjóla hefur verið í bígerð í nokkurn tíma hjá Íslandspósti. Um er að ræða rafknúin þríhjól, eins konar þríhjólavespur, sem eru allt að 200 kíló að þyngd. Hjólin verða notuð í hefðbundna póstdreifingu en einnig verður hægt að nota tækin til þess að flytja stærri sendingar ef þess gerist þörf. Horft er til þess að fyrirtækið fjárfesti í 15 hjólum til að byrja með en síðan er ætlunin að fjárfesta í tugum slíkra hjóla ef reynslan af þeim verður góð. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandspósti er gert ráð fyrir að um tugmilljóna króna fjárfestingu sé að ræða sem til lengri tíma á að skila hagræðingu. „Hagræðingin felur í sér að hægt verður að fækka starfsfólki við dreifingu. Þá gera rafhjólin vinnu starfsfólks við dreifingu þægilegri en á sama tíma auka þau yfirferð,“ segir Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins. Að sögn Brynjars Smára er markmiðið að nota rafmagnshjólin allt árið um kring ef aðstæður leyfa. „Að okkar mati er raunhæft markmið að nota þau í 8–9 mánuði á ári.“

280 milljóna króna taprekstur

Rekstur Íslandspósts hefur verið þungur síðastliðin ár. Eins og DV greindi frá tapaði fyrirtækið 118 milljónum árið 2015 sem var umtalsverð aukning frá fyrra ári. Árið 2014 var tapið 43 milljónir króna en við það tækifæri sagði Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspóst, að rekstrarniðurstaðan væri óviðunandi. „Töluvert vantar upp á að rekstur félagsins skili þeim hagnaði sem arðsemisstefna þess gerir ráð fyrir. Miðað er við að rekstur Íslandspósts skili eigendum viðunandi arði sem miðar við að hagnaður sé árlega um 10% af eigin fé og enn fremur að auka verðmæti fyrirtækisins með því að stuðla að arðbærum vexti,“ sagði Ingimundur. Árið 2013 hafði Íslandspóstur tapað 119 milljónum króna og því hefur fyrirtækið tapað um 280 milljónum króna á síðustu þremur árum.

Fyllsta aðhald haft í huga

„Útgjöld fyrir þetta verkefni eru metin eins og önnur útgjöld, með fyllsta aðhald í huga,“ segir Brynjar Smári, aðspurður hvort réttlætanlegt sé að Íslandspóstur kosti miklu til í slíka ferð. Áætlað er að kostnaður við ferðina sé 700 þúsund krónur og varir hún í fimm daga, frá þriðjudegi til laugardags. „Það var tekin ákvörðun um að senda þá þrjá starfsmenn sem hafa unnið að innleiðingu á nýjum rafhjólum til notkunar í dreifingu. Meðal þessara þriggja starfsmanna eru tveir lykilmenn í dreifingu fyrirtækisins og formaður umhverfisnefndar sem er að kynna sér þá umhverfislegu þætti sem að þessu snúa,“ segir Brynjar Smári.

Góð reynsla af rafhjólum

Íslandspóstur hefur reynslu af rafhjólum. Fyrirtækið fjárfesti í sex rafhjólum frá innlendum aðila, rafhjol.is, til reynslu árið 2013. „Þessi hjól eru enn í notkun. Þau hafa reynst vel en eru hins vegar afar takmörkuð við íslenskar aðstæður. Reynslan hefur því sýnt að þörf er á öflugri og stærri rafhjólum í þetta verkefni,“ segir Brynjar Smári. Að hans sögn hafði fyrirtækið ekki vitneskju um að innlendir aðilar væru með slík hjól, sérútbúin til póstdreifingar, til sölu og því var ekki leitað til þeirra fyrirtækja sem selja rafmagnshjól hérlendis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag