fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Ríkisstjórn fallinna ráðherra: Fordæmalausar afsagnir

Tveir ráðherrar í sömu ríkisstjórn sagt af sér

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. apríl 2016 16:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er annar ráðherra ríkisstjórnarinnar sem nú ríkir, sem segir af sér, og er um fordæmalausa afsögn að ræða.

Hinn ráðherrann sem sagði af sér var innanríkisráðherrann, Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem sagði af sér árið 2014 eftir lekamálið.

Sigmundur Davíð er annar forsætisráðherra landsins sem segir af sér, en Halldór Ásgrímsson, sagði af sér árið 2006 eftir að hafa setið á þingi í um 30 ár. Hætti hann afskiptum af stjórnmálum í kjölfarið. Ekki voru nein átök um afsögn Halldórs ólíkt afsögn Sigmundar.

Af þessu leiðir að um sögulegan viðburð er að ræða en saga ráðherra í þessari ríkisstjórn er orðin nokkuð brösugleg í sögulegu tilliti.

Ráðherrar sem hafa sagt af sér í gegnum söguna eru:

Magnús Jónsson – árið 1923. Hann var fjármálaráðherra og stóð utan flokka.

Magnús Guðmundsson sagði af sér árið 1932. Hann var dómsmálaráðherra og var í Sjálfstæðisflokknum.

Albert Guðmundsson sagði af sér árið 1987 en hann var iðnaðarráðherra og sat í skjóli Sjálfstæðismanna.

Guðmundur Árni Stefánsson sagði af sér árið 1994. Hann var heilbrigðisráðherra og sat fyrir Alþýðuflokkinn sáluga.

Halldór Ásgrímsson sagði einnig af sér sem forsætisráðherra árið 2006.

Björgin G. Sigurðsson, Samfylkingarmaður, sagði af sér árið 2009 eftir að hafa verið viðskiptaráðherra í ríkisstjórninni sem sat í hruninu.

Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, sagði af sér sem innanríkisráðherra sama á vegna ágreinings um Icesave.

Hanna Birna sagði af sér árið 2014 eins og fram hefur komið og nú Sigmundur Davíð einnig.

Athugið að Halldór Ásgrímsson gleymdist í þessari upptalningu í fyrstu frétt, en hann baðst lausnar á miðju kjörtímabili eftir 30 ára þingsetu og lét alfarið af afskiptum af stjórnmálum í kjölfarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar