fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Kári Stefánsson: „Það er enginn Guð, það er bara DNA“

Segir langlífi Íslendinga ekki mataræði eða umhverfi að þakka

Auður Ösp
Miðvikudaginn 17. febrúar 2016 09:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held að þetta hafi ekkert að gera með umhverfið. Ég held að það hafi ekkert að gera með hreina loftið, vatnið og fiskinn,“ segir Kári Stefánsson í samtali við fréttavef NBC og á þar við lykilinn að langlífi Íslendinga. Í umræddri grein NBC kemur fram að Íslendingar séu þekktir fyrir stórbrotið landslag og útisundlaugar en ekki síður þá staðreynd að meðaldánar aldur er 83 ár.

NBC ræðir einnig við Stefán Þorleifsson frá Neskaupsstað sem fagnar 100 ára afmæli sínu á árinu. Fram kemur að Stefán hefji hvern einasta morgun á því að fá sér sundsprett, stundi síðan líkamsrækt með öðrum eldri borgurum og snæði síðan hádegisverð sem samanstandi af íslenskum réttum. „Við borðum ekki mikið kjöt, við borðum miklu meiri fisk,“ segir Stefán í samtali við bandarísku fréttamennina um leið og hann gæðir sér á hákarli, hrútspungum og sviði. Velt er upp þeirri spurningu hvort Íslendingar getið þakkað langlífið hinu undarlegu mataræði eða umhverfinu. Á Íslandi sé lítil mengun og þá snæði Íslendingar mikið af fiski sé sem fullur af omega 3 fitusýrum.

Þá er einnig rætt við Kára Stefánsson, stofnanda DeCode sem fullyrðir að langlífi Íslendinga stafi af sögu erfðaefnis þjóðarinnar og því hvaða fólk ákveði að eignast börn. Umhverfið og maturinn hafi ekki áhrif. Þá nefnir hann sem dæmi að rannsakendur hafi uppgvötvað genafbrigði sem hafi áhrif á nikótínfíkn. „Heilinn í þér hefur verið fastmótaður af erfðaefni þínu. Erfðaefnið ákveður að miklu leyti hvað þú gerir og hvernig þú gerir það. Þannig að frjáls vilji er ekki mikill.“

„Það er enginn Guð, það er aðeins DNA. „Það er ýmislegt sem við erum fær um að gera, en við verðum að vera meðvituð um að við erum alltaf að berjast við okkur sjálf, til þess að koma í veg fyrir að erfðafræðileg örlög okkar verði að raunveruleika,“ segir Kári jafnframt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump
Fréttir
Í gær

Borðvél sem þýðir bók á örfáum sekúndum

Borðvél sem þýðir bók á örfáum sekúndum
Fréttir
Í gær

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“
Fréttir
Í gær

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri
Fréttir
Í gær

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Í gær

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum