fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Margir slasaðir eftir jarðskjálfta í Christchurch

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 14. febrúar 2016 11:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir eru slasaðir og klettur hrundi í sjóinn eftir jarðskjálfta í borginni Christchurch á Nýja-Sjálandi í nótt, nánast 5 árum eftir að jarðskjálfti lagði miðborg Christchurch í rúst. Sjálftinn sem var af stærðinni 5,8 á richter átti upptök sín í sjónum 17 km fyrir utan borgina og skall á um kl.13 eða rétt eftir miðnætti á íslenskum tíma.

Samkvæmt nýsjálenska dagblaðinu NZ Herald þá hlutu nokkrir minniháttar meiðsl eftir að hafa dottið en engra er saknað. Mikið af varningi datt úr búðarhillum en ekki er enn hægt að meta tjónið. Mikil mildi þykir að ekki hafi farið verr en 185 manns létust í skjálftanum árið 2011 sem var af stærðinni 6,3. Nýja-Sjáland, líkt og Ísland, liggur á flekamörkum sem gerir jarðskjálfta algenga.

Eftirfarandi myndband var birt á Youtube í nótt og sýnir yfirlitsmynd yfir skemmdirnar úr dróna.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=KOKRU9Fd5f8&w=640&h=360]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar