fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
FréttirLeiðari

Þær eru víða Reynisfjörurnar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. febrúar 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörmulegt banaslys varð í Reynisfjöru í vikunni. Erlendur ferðamaður lést eftir að kröftug alda reið yfir hann. Umræðan sem hefur verið um þennan mikla ferðamannastað undanfarin misseri hefur verið mikil. Stundum jafnvel æsingakennd.

Nú er rætt um vöktun á svæðinu og jafnvel einhvers konar lögreglu á ströndinni. Er það eitthvað sem okkur hugnast? Viljum við skilgreina hættulega staði fyrir ferðamenn og setja þar upp vöktun? Hvað með Krísuvíkurbjarg, Dettifoss, Glym og jafnvel Esjuna? Allt eru þetta hættulegir staðir ef fólk fer óvarlega.

Við seljum mörgum ferðamanninum þá ímynd af Íslandi að landið sé óspillt og fagurt. Við sem erum svo lánsöm að búa hér alltaf, viljum svo gjarnan að ferðamenn fái að njóta náttúrufegurðarinnar með okkur.

Sennilega er hættulegasti ferðamannastaðurinn á Íslandi Hringvegurinn sjálfur. Þjóðvegur númer eitt, með sínum einbreiðu brúm, hálku sem óvanir bílstjórar eiga auðvelt með að misreikna og bílum sem ljósmyndaþyrstir ferðamenn stökkva út úr í tíma og ótíma. Við erum með vöktun á þjóðvegi eitt. Þar er lögreglan við störf. Engu að síður er slysatíðni mikil og ferðalangar, innlendir og erlendir, látið lífið.

Verðir á ferðamannastöðum munu engu bjarga. Fólk fer þangað sem það vill. Eigum við ekki bara að leyfa það áfram en um leið uppfræða ferðamennina betur um hætturnar? Á Íslandi eru náttúruöflin kröftug og um leið fögur og geta verið hættuleg. Níu ár eru frá því að ferðamaður fórst síðast í Reynisfjöru. Miðað við þann gríðarlega fjölda sem sækir staðinn heim segir það meira en mörg orð. Setjum upp viðvörunarskilti og fræðum ferðamenn en missum okkur ekki í eftirlitinu. Í öllum löndum eru hættur ef ekki er farið varlega. Þær eru nefnilega víða Reynisfjörurnar og ekki bara hér á landi. Fræðum ferðamenn sem hingað koma og, umfram allt, minnum þá á að þeir eru hér á eigin ábyrgð og eru velkomnir. Eyðileggjum ekki upplifunina með enn einni eftirlitsstofnuninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd