fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Hugi berst fyrir endurkomu McDonalds: „Mannréttindi fyrir útlendinga sem koma hingað“

Safnar 750 þúsund dollurum – „Þarna veistu að hverju þú gengur“

Auður Ösp
Föstudaginn 12. febrúar 2016 15:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er eiginlega ótrúlegt að þessi staður sé ekki. Á þessum nýju uppbyggingartímum þar sem allt virðist flæða í peningum, ferðaþjónustan og ég veit nú ekki nema allir smiðir séu bissí og brjálað að gera hjá öllum. En við erum ekki með McDonalds!,“ segir Hugi Halldórsson framleiðandi og sérstakur talsmaður McDonalds-áhugafólks á Íslandi en hann segir bjartsýnn á Mcdonalds muni opna útibú á Íslandi á ný. Stendur hann nú fyrir söfnun sem miðar að endurkomu bandarísku hamborgarakeðjunnar og hvetur aðra Mcdonalds unnendur til að leggja í púkkið.

Lyst ehf.opnaði fyrsta McDonalds staðurinn opnaði hérlendis árið 1993 og voru á tímabili reknir þrír staðir. Þeim var lokað árið 2009 og var ástæðan sögð vera erfitt efnahagsumhverfi hér á landi. Er Hugi þekktur sem gallharður aðdáðandi keðjunnar en í samtali við Brennsluna segist hann hafa fengið þær upplýsingar hjá höfuðstöðvum McDonalds að hægt verði að fá staðinn til baka þegar hann verði búinn að safna 750 þúsund dollurum inn á bankabók og geti sýnt fram á að hann eigi „hundrað og eitthvað“ milljónir.

„Það styttist í þetta. Þetta er „mission“ og öllum er velkomið að leggja í púkkið. Ég hefði kannski mátt setja meira púður í að leita að fleirum með mér af því að mér sjálfum gengur ill að safna svona löguðu,“ segir Hugi en hann er vongóður um að markmiðið muni náðst og þá sé ekki síst hagur ferðaþjónustunnar í húfi. „Ég myndi halda að aðilar í ferðaþjónustunni ættu að taka sig saman og hafa samband við mig því þetta er mikilvægur hluti í ferðaþjónustunni að geta boðið ferðamönnum upp á alvöru gæði í skyndibita.“

„Það er bara þannig að útlendingurinn er skíthræddur við allt,“ segir hann jafnframt og bendir á að á McDonalds sé ákveðnum gæðstöðlum fylgt og því viti erlendir ferðamenn hverju þeir ganga að. „Á meðan þú getur lent á fúlum kokk á hvaða veitingastað sem er og hann gæti hrækt í matinn þinn,“ segir Hugi. Hann segist fullviss að margirog bætir svo við. „Ég myndi segja að það væru mannréttindi fyrir útlendinga sem koma hingað að geta labbað í öryggið.“

Aðspurður um gagnrýnisraddir svarar Hugi: „McDonalds á óvini því þeir eru náttúrulega lang öflugastir. Það er kalt á toppnum og þegar þú ert bestur í einhverju þá áttu óvini.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd