fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Dæmdur ofbeldishrotti flúinn til Danmerkur: Dómur birtur í Lögbirtingablaðinu

Ríkharð var dæmdur í fangelsi í júlí síðastliðnum – ekki hefur tekist að birta honum dóminn

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. febrúar 2016 11:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur yfir Ríkharð Júlíus Ríkharðssyni, forsprakka glæpasamtakanna Outlaws, vegna grófs ofbeldisbrots, var birtur í Lögbirtingablaðinu í dag þar sem ekki hefur tekist að birta honum dóminn.

Ríkharð var dæmdur í þriggja ára og þriggja mánaða langt fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í júlí síðastliðnum, Þriggja ára refsingunni er frestað, en hann þarf að afplána þrjá mánuði samkvæmt dómsorði.

Kristján Markús Sívarsson, bróðir Stefáns Loga Sívarssonar, og Ríkharð Júlíus voru báðir dæmdir fyrir hrottalega líkamsárás gegn manni á fertugsaldri í kópavogi árið 2014.

Árásin átti sér stað á heimili þolandans, en árásin stóð yfir klukkutímum saman og var fólskuleg.

Fórnarlamb árásarinnar, sem var haldið föngnu á heimili sínu, leitaði á slysavarðstofu eftir árásina og tilkynnti málið til lögreglu.

Samkvæmt Facebook er Ríkharð búsettur í Hjörring í Danmörku.

Kristján Markús, og bróðir hans Stefán Logi, hafa verið kallaðir Skeljagrandabræður í umfjöllun fjölmiðla um ofbeldisverk þeirra en viðurnefnið er skírskotun til þess að þeir misþyrmdu manni á heimili sínu á Skeljagranda.

Ríkharð Júlíus var tiltölulega nýsloppinn út eftir að hafa afplánað dóm fyrir ofbeldisverk þegar hann var handtekinn fyrir árásina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar