fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Fréttir

Bent ákærður fyrir líkamsárás: Neitar afleiðingunum

„Ég verð bara að læra af þessu“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 20. janúar 2016 14:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikstjórinn og tónlistarmaðurinn Ágúst Bent hefur verið ákærður fyrir líkamsárás sem átti sér stað á skemmtistaðnum Loftinu þann 14.mars í fyrra. DV greindi frá málinu á sínum tíma að hefði umrætt kvöld ráðust á Friðrik Larsen, stjórnarformann ÍMARK og voru fjölmörg vitni að árásinni.

Meint brot Bents varðar allt að þriggja ára fangelsi en fram kemur á Vísi að samkvæmt ákæru sé honum gefið að sök að hafa slegið Friðrik ítrekuðum hnefahöggum í andlitinu með þeim afleiðingum að hann hlaut „ótilfært brot á vinstra nefbeini, bólgur og mar á nefi og augnsvæði og sprungna vör.“

Bent mun hafa játað líkamsárásina fyrir dómi en neitað afleiðingum hennar.

Í yfirlýsingu sem Einar Hugi Bjarnason, lögfræðingur Friðriks, sendi DV í mars á síðasta ári kom fram að árásin hafi verið „harkaleg og tilefnislaus“ og án nokkurs aðdragana. Gerir hann kröfu um fjórar milljónir króna í skaðabætur fyrir hönd skjólstæðings síns samkvæmt frétt Vísis.

Bent tjáði sig stuttlega um atvikið í útvarpsþættinum FM95BLÖ í apríl síðastliðnum: „Ég get kannski ekki sagt ítarlega frá því hvað gerðist en ég skeit í raun bara á mig. Ég gerði mistök og missti mig í fimm sekúndur og það mun draga dilk á eftir sér í töluvert lengri tíma en það,“ sagði hann og bætti svo við: „Ég mun alltaf taka út einhverja refsingu fyrir þetta, fyrir utan það mannorðsmorð sem nú þegar hefur átt sér stað, og réttilega. Ég mun fá dóm og þarf að borga peninga. Ég verð bara að læra af þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vilborg segir að fólki sé misboðið vegna ákvörðunar Morgunblaðsins

Vilborg segir að fólki sé misboðið vegna ákvörðunar Morgunblaðsins
Fréttir
Í gær

Egill spyr hvort Íslendingar þurfi ekki að læra lexíu af Eurovision

Egill spyr hvort Íslendingar þurfi ekki að læra lexíu af Eurovision
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víkingur Heiðar blandar sér í þjóðfélagsumræðuna – „Ég held að þjóð þín sé reyndar komin með nóg af gífuryrðunum“

Víkingur Heiðar blandar sér í þjóðfélagsumræðuna – „Ég held að þjóð þín sé reyndar komin með nóg af gífuryrðunum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fullltrúa Hollands vísað úr Eurovision – Yfirheyrður af lögreglu

Fullltrúa Hollands vísað úr Eurovision – Yfirheyrður af lögreglu