fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fókus

Syndir kirkjunnar: Séra Jón lét brenna Kirkjubólsfeðga

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 25. ágúst 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Séra Jón Magnússon, kallaður þumlungur, þjónaði á Eyri við Skutulsfjörð um miðja sautjándu öld. Árið 1655 veiktist hann af ókunnum sjúkdómi og var mjög kvalinn bæði líkamlega og andlega.

Á þessum árum voru galdramál í algleymingi og brennuöld að hefjast en árið áður höfðu þrír menn verið brenndir á Trékyllisvík.

Jón þumlungur kenndi feðgunum Jóni Jónsyni eldri og yngri á bænum Kirkjubóli um hrakfarir sínar og krafðist þess að þeir myndu svara fyrir sakirnar á bálkestinum. Játuðu þeir fyrir Þorleifi Kortssyni sýslumanni og voru brenndir árið 1656.

Þegar krankleikar Jóns minnkuðu ekki sakaði hann Þuríði, systur Jóns yngri á Kirkjubóli, en hún var sýknuð af göldrum. Ásakanir gengu á milli þeirra og ritaði Jón Píslarsögu sína um þessa eldraun.

21 Íslendingur var brenndur fyrir galdra á árunum 1625 til 1683. Ólíkt galdramálum í Evrópu voru hér aðallega karlmenn brenndir, aðeins ein kona var brennd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro
Fókus
Fyrir 4 dögum

Brjáluð breyting á klámdrottningunni – Sjáðu myndbandið

Brjáluð breyting á klámdrottningunni – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Grátbað um að leika ekki í þessu atriði í One Tree Hill

Grátbað um að leika ekki í þessu atriði í One Tree Hill