

Þetta var hins vegar ekki nóg að margra mati og var því stofnaður sérstakur flokkur sem hafði það á stefnuskránni að hampa íslenskri þjóðmenningu og beita sér gegn innflutningi fólks til Íslands, Íslenska þjóðfylkingin. Litið var til flokka í Evrópu á borð við Þjóðfylkinguna í Frakklandi, Svíþjóðardemókratana og Danska þjóðarflokkinn sem allir hafa beitt sér sérstaklega gegn innflutningi múslima og moskubyggingum.
Flokkurinn bauð fram í alþingiskosningunum árið 2016 en fékk aðeins 303 atkvæði, eða 0,2 prósent og framboðið varð helst þekkt fyrir að tveir oddvitar hafi klofið það á lokametrunum. Annar klofningsmannanna, Gunnlaugur Ingvarsson, stofnaði síðar nýjan þjóðernisflokk Frelsisflokkinn og minnir það óneitanlega á klofninginn árið 1934. Báðir flokkarnir buðu fram til borgarstjórnar Reykjavíkur í vor og varð Frelsisflokkurinn hlutskarpari með 147 atkvæði gegn 125 atkvæðum Íslensku þjóðfylkingarinnar.

Gunnlaugur Ingvarsson
Formaður Frelsisflokksins og fyrrverandi oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar

Guðmundur Þorleifsson
Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar

Gústaf Níelsson
Fyrrverandi oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar

Jón Valur Jensson
Frambjóðandi Íslensku þjóðfylkingarinnar

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
Fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins

Jón Magnússon
Fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins