fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Kýrin Sæunn flúði slátrarann á sundi

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 1. september 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1987 var viðburðaríkt á Íslandi. Þá var Hafskipsmálið í algleymingi, Kringlan var opnuð og Hemmi Gunn birtist á skjánum með þáttinn Á tali. En fréttin sem stal senunni og bræddi hjörtu Íslendinga var um kúna Hörpu sem slapp við öxi slátrarans og synti sér til lífs yfir tveggja kílómetra leið. Eftir afrekið hóf Harpa nýtt líf á nýjum stað og undir nýju nafni.

 

Skynjaði hvað var í vændum

Innarlega í Önundarfirði á Vestfjörðum stendur bærinn Neðri Breiðadalur, þar sem bændur halda bæði kýr og sauðfé. Árið 1987 voru settar reglur um gripakvóta og var Halldóri Mikaelssyni, bónda á Neðri Breiðadal, gert að fækka gripum sínum. Kýrin Harpa var því valin til að fara til slátrarans.

Þann 13. október þetta ár átti að slátra Hörpu á Flateyri, en þegar hún var leidd að sláturhúsinu virtist hún skynja hvað væri í vændum og sleit sig lausa. Að því loknu tók hún á rás í átt til hafs, beið ekki boðanna og synti út á fjörðinn.

„Þótt maður viti auðvitað aldrei hvað svona skepnur hugsa er engu líkara en hún hafi skilið hvað til stóð,“ sagði Halldór bóndi við Morgunblaðið 15. október. „Hún hefur alltaf verið afskaplega gæf og gott að umgangast hana og því ólíkt henni að slíta sig svona lausa, eins og hún gerði þarna við sláturhúsdyrnar.“

Önundarfjörður er ekki lítill og 2,5 kílómetrar frá Flateyri yfir í Valþjófsdal. Þangað synti Harpa, á móti straumi, og var um klukkustund á leiðinni. Björgunarsveitarmenn fóru út á bát til að fylgja henni síðasta spölinn og þegar hún kom að landi, við bæinn Kirkjuból II, blés hún varla úr nös og átti greinilega nægt þrek eftir.

 

Keypt í fjörunni og lifði í sex ár til viðbótar

Guðmundur Steinar Björgmundsson og Sigríður Magnúsdóttir, bændur á Kirkjubóli, voru látin vita að kýrin væri væntanleg hinum megin í firðinum en töldu þau ekki líklegt að hún myndi lifa sundferðina af. Þegar þau sáu kúna koma að landi gátu þau ekki hugsað sér að hún yrði flutt aftur yfir fjörðinn til slátrunar. Að Kirkjubóli var einnig komið fólk frá Flateyri sem komið hafði akandi til að taka á móti Hörpu.

Afrek kýrinnar var slíkt að bændurnir á Kirkjubóli ákváðu að kaupa hana á staðnum og voru kaupin handsöluð í fjörunni. Auk þess að fá nýja eigendur og nýtt líf þá fékk hún einnig nýtt nafn í fjörunni, Sæunn. Sigríður sagði ekki hægt að senda hana til baka „fyrst hún vildi endilega koma til okkar. Það var ekkert að kúnni, Halldór í Neðri Breiðadal hafði bara ekki fullvirðisrétt fyrir hana. Sagðist hann reyndar hafa sagt að synd væri að slátra henni og það lítur út fyrir að hún hafi heyrt það og skilið.“

Eftir þetta vappaði Sæunn kílómetra leið að nýjum heimkynnum, öll hin rólegasta sem er harla óvenjulegt þegar kýr skipta um fjós. Ekki hafði henni orðið meint af sundferðinni og mjólkaði eðlilega á nýjum stað skömmu síðar.

Sæunn lifði í sex ár til viðbótar á Kirkjubóli, eignaðist kálfa og mjólkaði. Þegar hún var loks felld árið 1993 var hún heygð við sjávarkambinn þar sem hún kom að landi og ber sá staður nú nafnið Sæunnarhaugur. Í dag er synt svokallað Sæunnarsund, frá Flateyrarodda að haugnum við Valþjófsdal.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum