fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025

Lögfræðingur harðlega gagnrýndur fyrir ummæli um ólétta eiginkonu sína

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 6. maí 2020 09:08

Travis D. Hughes. Mynd: Daily Mail

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fasteignalögfræðingurinn Travis D. Hughes vakti úlfúð á Twitter fyrir ummæli sín um ólétta eiginkonu sína. Eiginkona hans er komin sjö mánuði á leið með þeirra þriðja barn. Hún var ekki í stuði til að æfa einn morguninn. Travis sagði að frekar en að „láta hana heyra það, fara í fýlu eða væla“ þá kveikti hann á æfingarmyndbandinu og byrjaði að hreyfa sig til að hvetja hana til að æfa með honum.

Þetta féll ekki vel í kramið hjá netverjum og hefur Travis verið harðlega gagnrýndur. Hann kom sjálfum sér til varnar og sagði að fólk „er alltaf að halda framhjá“ og frekar en að „hafa einhverjar neikvæðar tilfinningar“ í garð eiginkonu sinnar þá fékk hann hana til að „halda sér í formi.“

Travis og eiginkona hans. Mynd: Daily Mail

„Hún ætti að skilja við þig,“ skrifaði einn netverji.

„Af hverju ættirðu að láta hana heyra það, fara í fýlu eða væla í eiginkonu þinni fyrir að vilja ekki hreyfa sig?“ Spurði Jennifer Gunter á Twitter.

„Það er rugl að þú sért að klappa sjálfum þér á bakið fyrir þetta,“ sagði einn netverji við Travis.

„Hvað í fjandanum er að þér? Varstu í alvöru að spá í að láta eiginkonu þína, SEM ER KOMIN SJÖ MÁNUÐI Á LEIÐ, heyra það?“ sagði annar.

„Hún er að búa til barn brjálæðingurinn þinn. Gerðu pönnukökur fyrir hana og láttu hana vera.“

Þetta er aðeins brot af viðbrögðunum við færslu Travis. Margir netverjar sögðust vorkenna eiginkonu hans.

„Ég er ekki alveg að skilja viðbrögð ykkar. Ég veit að fullt af giftu fólki veit nákvæmlega um hvað ég er að tala,“ sagði Travis.

Hann útskýrði nánar mál sitt og sagðist elska eiginkonu sína.

Hvað segja lesendur um málið?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fær að æfa með stóru félagi tæpu ári eftir alvarlegt slys

Fær að æfa með stóru félagi tæpu ári eftir alvarlegt slys
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
EyjanFastir pennar
Í gær

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir