fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025

Opnar sig frekar um hræðilega upplifun hjá Ellen DeGeneres – Mátti ekki nota klósettið

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 17. apríl 2020 10:01

Nikkie de Jager og Ellen DeGeneres.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðlastjarnan Nikkie de Jager opinberaði leyndarmál sitt í janúar eftir að hafa sætt hótunum og kúgunum. Hún greindi frá því í myndbandi á YouTube að hún væri trans.

Í kjölfarið fór hún í viðtal til Ellen DeGeneres og vakti viðtalið mikla lukku. Hins vegar var upplifun Nikkie ekki eins jákvæð og hún leit út fyrir að vera. Nikkie greindi fyrst frá því í viðtali í hollenska spjallþættinum De Wereld Draiit Door að Ellen hafi ekki verið eins vingjarnleg og hún hélt.

Nikkie sagði að Ellen hafði ekki heilsað henni og að þáttur Ellenar hafi verið „kaldur og fjarlægur.“

Ummæli Nikkie vöktu mikla athygli og kepptust fjölmiðlar um heim allan að fjalla um málið.

Nú hefur Nikkie opnað sig meira um upplifun sína í spjallþætti Ellen DeGeneres. Pop Crave greinir frá því á Twitter.

Í forsíðuviðtali við hollenska tímaritið &C segir Nikkie að henni hafi verið meinaður aðgangur að klósetti fyrir þáttinn.

„Kannski er ég barnaleg, en ég bjóst við að það yrði tekið á móti mér með konfettí: Velkomin til Ellen DeGeneres! En í staðinn tók á móti mér reiður starfsnemi sem var örugglega búinn að vinna yfir sig.  Ég bjóst við Disney þætti, en það sem ég fékk var líkara „Teletubbies eftir myrkur“,“ segir Nikkie.

„Allir gestir þáttarins fengu eigið klósett, en ég fékk það ekki. Ég fékk ekki einu sinni að nota klósettið sem var næst mér því það var tekið frá fyrir Jonas Brothers. Þeir fengu að nota það, en ekki ég. Svo þegar ég hugsa til baka, mitt viðtal fékk átta milljón áhorf, þeirra fékk aðeins tvö milljón. Ha!“

https://www.instagram.com/p/B-9Q-a7BIGD/?utm_source=ig_embed

Ellen DeGeneres hefur ekki tjáð sig um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Veron fær þungan dóm – Neituðu að standa heiðursvörð fyrir meistarana

Veron fær þungan dóm – Neituðu að standa heiðursvörð fyrir meistarana
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Björg Magnúsdóttir: Hef oftast þakkað fyrir vélritunarkunnáttuna

Björg Magnúsdóttir: Hef oftast þakkað fyrir vélritunarkunnáttuna
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Súlunesmálið dómtekið – Margrét sögð glíma við röskun sem olli því að foreldrar hennar tjáðu sig með bréfaskriftum

Súlunesmálið dómtekið – Margrét sögð glíma við röskun sem olli því að foreldrar hennar tjáðu sig með bréfaskriftum
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Real Madrid lætur Liverpool vita að þeir vilji ekki sjá Konate

Real Madrid lætur Liverpool vita að þeir vilji ekki sjá Konate
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Carragher telur að Slot hafi viku til að bjarga starfinu og skammar hann fyrir atvik síðasta vor – „Þetta leit út eins og hegðun smáklúbbs“

Carragher telur að Slot hafi viku til að bjarga starfinu og skammar hann fyrir atvik síðasta vor – „Þetta leit út eins og hegðun smáklúbbs“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Jón Steinar gefur sératkvæði Símonar Grimma langt nef – „Að sanna þurfi sök á sakborning til að unnt sé að sakfella hann“

Jón Steinar gefur sératkvæði Símonar Grimma langt nef – „Að sanna þurfi sök á sakborning til að unnt sé að sakfella hann“
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Ótrúleg sjón í Króatíu: Vinsælar strendur breyttust í ruslahauga – Sjáðu myndbandið

Ótrúleg sjón í Króatíu: Vinsælar strendur breyttust í ruslahauga – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hver verður staða Íslands ef NATO veikist?

Hver verður staða Íslands ef NATO veikist?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ræðir umdeild félagaskipti sín – Segir Arsenal hafa svikið loforð

Ræðir umdeild félagaskipti sín – Segir Arsenal hafa svikið loforð

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.