fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025

Opnar sig frekar um hræðilega upplifun hjá Ellen DeGeneres – Mátti ekki nota klósettið

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 17. apríl 2020 10:01

Nikkie de Jager og Ellen DeGeneres.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðlastjarnan Nikkie de Jager opinberaði leyndarmál sitt í janúar eftir að hafa sætt hótunum og kúgunum. Hún greindi frá því í myndbandi á YouTube að hún væri trans.

Í kjölfarið fór hún í viðtal til Ellen DeGeneres og vakti viðtalið mikla lukku. Hins vegar var upplifun Nikkie ekki eins jákvæð og hún leit út fyrir að vera. Nikkie greindi fyrst frá því í viðtali í hollenska spjallþættinum De Wereld Draiit Door að Ellen hafi ekki verið eins vingjarnleg og hún hélt.

Nikkie sagði að Ellen hafði ekki heilsað henni og að þáttur Ellenar hafi verið „kaldur og fjarlægur.“

Ummæli Nikkie vöktu mikla athygli og kepptust fjölmiðlar um heim allan að fjalla um málið.

Nú hefur Nikkie opnað sig meira um upplifun sína í spjallþætti Ellen DeGeneres. Pop Crave greinir frá því á Twitter.

Í forsíðuviðtali við hollenska tímaritið &C segir Nikkie að henni hafi verið meinaður aðgangur að klósetti fyrir þáttinn.

„Kannski er ég barnaleg, en ég bjóst við að það yrði tekið á móti mér með konfettí: Velkomin til Ellen DeGeneres! En í staðinn tók á móti mér reiður starfsnemi sem var örugglega búinn að vinna yfir sig.  Ég bjóst við Disney þætti, en það sem ég fékk var líkara „Teletubbies eftir myrkur“,“ segir Nikkie.

„Allir gestir þáttarins fengu eigið klósett, en ég fékk það ekki. Ég fékk ekki einu sinni að nota klósettið sem var næst mér því það var tekið frá fyrir Jonas Brothers. Þeir fengu að nota það, en ekki ég. Svo þegar ég hugsa til baka, mitt viðtal fékk átta milljón áhorf, þeirra fékk aðeins tvö milljón. Ha!“

https://www.instagram.com/p/B-9Q-a7BIGD/?utm_source=ig_embed

Ellen DeGeneres hefur ekki tjáð sig um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Viðsnúningur í Saurbæjarprestkallsmálinu – Séra Kristinn mátti ekki reikna með að boð um nýtt embætti stæði enn

Viðsnúningur í Saurbæjarprestkallsmálinu – Séra Kristinn mátti ekki reikna með að boð um nýtt embætti stæði enn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segist vera í formi ferilsins

Segist vera í formi ferilsins
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Jafnar sig eftir skilnaðinn á Íslandi

Jafnar sig eftir skilnaðinn á Íslandi
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Anna Linda minnist örlagastundar – Fimm ár liðin frá slysinu á Arnarnesbrú

Anna Linda minnist örlagastundar – Fimm ár liðin frá slysinu á Arnarnesbrú
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segja brotið á rithöfundum í fjárlagafrumvarpinu

Segja brotið á rithöfundum í fjárlagafrumvarpinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.