fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025

„Ég stend með Ellen“ – Bróðir Ellen DeGeneres kemur systur sinni til varnar

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 5. ágúst 2020 17:44

Ellen DeGeneres

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þáttastjórnandinn og grínistinn Ellen DeGeneres hefur undanfarið sætt harðri gagnrýni og hefur verið sökuð um rasisma, einelti og að stuðla að neikvæðu vinnuumhverfi bak við tjöld vinsælla spjallþátta hennar sem sýndir í bandarísku sjónvarpi.

Undanfarið hafa þó margar þekktar stjörnur tekið til varna fyrir Ellen og lýst yfir stuðningi við hana. Þeirra á meðal grínistinn Kevin Hart og tónlistarkonan Kate Perry. Nú hefur bróðir hennar, Vance DeGeneres, stigið fram systur sinni til varnar. Hann ritaði um málið á Facebook þar sem hann segir þær ásakanir sem hafa verið bornar upp á systur hans ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum.

„Ok, ég verð að koma nokkru á framfæri. Systir mín er fórnarlamb viðurstyggilegra persónuárása. Og ég leyfi mér að fullyrða – að þetta er allt kjaftæði. Ég birti einfalda yfirlýsingu í gær þar sem ég sagði „Ég stend með Ellen.“ Aðeins nokkrir svokallaðra Facebook „vina“ minna brugðust við yfirlýsingunni. Ef þú styður ekki Ellen, þá styður þú ekki mig, svo vinsamlegast afvinið mig á þessum miðli. Ég er dauðleiður á því að sjá systur mína verða fyrir þessum árásum. Hún hefur og mun alltaf beita sér gegn einelti í öllum birtingarmyndum. Hún er vel gefin og sterk kona sem hefur staðið fyrir jákvæðum breytingum í heiminum. Og til allra minna vina sem hafa lýst yfir stuðningi við Ellen og fjölskyldu okkar, þakka ykkur. Það skiptir mig miklu máli.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 19 klukkutímum

Listin að brúna kartöflur

Listin að brúna kartöflur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Viss um að Arsenal muni ekki klúðra titlinum – Aðrir byrjaðir að trúa

Viss um að Arsenal muni ekki klúðra titlinum – Aðrir byrjaðir að trúa
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Beitt miskunnarlausu einelti vegna aðalhlutverks í sígildri jólamynd – „Ég var bara „Grinch Girl“

Beitt miskunnarlausu einelti vegna aðalhlutverks í sígildri jólamynd – „Ég var bara „Grinch Girl“
433Sport
Í gær

,,Líklega sú tækling sem ég hefði framkvæmt“

,,Líklega sú tækling sem ég hefði framkvæmt“
Pressan
Í gær

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
433Sport
Í gær

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo
Fókus
Í gær

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.