fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024

Svona var það að eignast barn í fangelsi: „Ég var fokking hrædd“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 09:35

Jessica Kent. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jessica Kent er fyrrum fangi og fíkniefnanotandi. Hún hefur snúið lífi sínu við eftir að hún eignaðist barn í fangelsi og heldur núna úti vinsælli YouTube-rás þar sem hún ræðir um ýmislegt tengt fangelsinu og hennar fyrra lífi.

Í myndbandi, sem hefur fengið yfir milljón áhorf, segir hún frá því hvernig það var að vera ólétt í fangelsi og eignast barn. Það er óhætt að segja að þetta hafi verið mjög erfiður tími fyrir hana. Jessica gengst við því að það sem hún gerði til að lenda í fangelsi hafi verið rangt, en vill þó segja sögu sína svo fólk átti sig á því hvernig lífið er fyrir óléttar konur í fangelsi.

Fékk ekki að pissa

Jessica var í mjög harðri neyslu þegar hún var handtekin fyrir brot á fíkniefna- og skotlögum í Bandaríkjunum. Hún átti yfir höfði sér 20 ára fangelsi en tók samning um fimm ára fangelsi. Þegar hún var búin að vera í fangelsinu í nokkrar vikur varð hún veik, öðruvísi veik en fráhvarfseinkenni. Það kom í ljós að hún var ólétt. Fyrstu mánuðina var hún enn í varðhaldi (e. jail) og fékk engin vítamín né neitt af því sem óléttar konur þurfa á þessum tíma. Hún segir að aðrir fangar hafi reynt að ýta henni og meiða hana og ófætt barn hennar þegar hún var í varðhaldi.

Hún lýsir því þegar hún var færð yfir í fangelsið:

„Ég var þarna komin sex mánuði á leið og það var tími fyrir mig að fara í fangelsið. Ég var hlekkjuð á fótum, höndum og um magann. Ég var sett í rútu með öðru fólki og mér var sagt að ég fengi ekki að fara á klósettið. Það eru engar pásur. Það er engin ástæða fyrir því að þú getur ekki haldið í þér í 4-5 tíma. Sem er ekkert mál ef þú ert fullorðin manneskja, ef þú ert komin sex mánuði á leið þá er það önnur saga,“ segir Jessica.

„Ég er ekki að biðja ykkur um að vorkenna mér. Ég braut lögin og átti skilið að fara í fangelsi. Ég vil bara að þið skiljið hvernig það er að eignast barn í fangelsi […] Ég var í miklum sársauka því ég var að halda í mér svo lengi og þetta var mjög erfitt.“

Sá aðra ólétta fanga

Jessica var á fangadeild með öðrum konum sem voru líka óléttar. Hún sá þær konur eignast börnin sín og koma aftur í fangelsið eftir 24 tíma. „Ég hugsaði ef þær geta þetta, þá get ég þetta,“ segir hún.

„En ég var ekki undirbúin fyrir það sem var að fara að gerast […] Þann 12. júní 2012 um morguninn byrjaði ég að finna mikið fyrir í bakinu.“

Það var farið með hana á sjúkrastofuna í fangelsinu.

„Þær segja þar við mig að ég sé komin af stað og er að fara að fæða, en þær geti ekki farið með mig á sjúkrahúsið fyrr en vaktaskipti eftir nokkra tíma. Ég var fokking hrædd. Ég skildi þetta ekki,“ segir hún.

„Það var að blæða úr mér […] Enginn skoðaði mig, talaði við mig eða neitt í næstum þrjá tíma. Ég sat þarna bara ein, ég gat ekki hringt í mömmu mína eða neinn. Ég sat þarna í virkri fæðingu, alein og blæðandi út um allt í næstum þrjá tíma. Loksins kom sjúkrabíll sem fór með mig á sjúkrahúsið. Ég var mjög heppin að fangavörðurinn sem kom með mér var mjög indæll.“

Fæðingin sjálf

„Hjúkrunarfræðingarnir sem voru með mér í fæðingunni voru yfirlætislegir, meinfýsnir, þeir töluðu ekki við mig heldur fangavörðinn bakvið mig. Þeir töluðu ekki við mig heldur spurðu bara hann […] Enginn spurði mig að neinu. Þannig loksins þegar dóttir mín fæddist þá hafði ég ákveðið að horfa ekki á hana. Ég hugsaði að ef ég horfi ekki á hana þá mun ég ekki elska hana og hún verður í lagi. Því ég vissi að ég myndi ekki fá að vera með hana. Eftir síðasta rembinginn þá rétt svo sá ég hana og horfði svo í burtu. Ég vildi að þeir myndu bara taka hana í burtu,“ segir Jessica.

„Ég grét og vildi ekki horfa á barnið. Fangavörðurinn vissi hvert andlegt ástand mitt var og sagði mér að ég ætti að horfa á barnið. Ég gerði það og hún var svo falleg og svo lítil. Hún var það fallegasta sem ég hafði séð. Ég var svo hamingjusöm og ég varð strax svo ástfangin af þessu barni.“

Fjórum tímum eftir að hún eignaðist barnið var hún hlekkjuð við rúmið og mátti ekki standa upp nema til að fara á klósettið.

Kveðjustund

Jessica fékk auka sólahring með dóttur sinni. Þegar kom að kveðjustund var hún ekki tilbúin að kveðja. „Ég vildi ekki fara í burtu frá henni. Enginn sagði mér hvert hún væri að fara, hvort hún yrði í lagi og hvort ég gæti fengið að sjá hana aftur,“ segir Jessica. En að lokum setti hún barnið niður og var send aftur í fangelsið.

Í dag er Jessica með fullt forræði yfir dóttur sinni. „Ég er svo stolt af mér. Ég vildi deila þessu með ykkur því engin mistök eru það stór að það er ekki hægt að koma til baka. Er það erfitt? Já […] En ég er lifandi sönnun fyrir því að það er hægt að vera edrú.“

Horfðu á Jessicu segja sögu sína í mjög tilfinningaríku myndbandi hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Gjaldeyrisskiptastöðvar geta loks tekið til starfa í Leifsstöð

Gjaldeyrisskiptastöðvar geta loks tekið til starfa í Leifsstöð
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Þóra kemur rándýru árshátíðinni til varnar – „Það er algert rugl að kostnaðurinn hafi verið hálf milljón á mann“

Þóra kemur rándýru árshátíðinni til varnar – „Það er algert rugl að kostnaðurinn hafi verið hálf milljón á mann“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Sjáðu Pochettino lesa yfir blaðamönnum í gær – Þeir svöruðu honum fullum hálsi

Sjáðu Pochettino lesa yfir blaðamönnum í gær – Þeir svöruðu honum fullum hálsi
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Valur og Víkingur mætast í meistara meistaranna í kvöld

Valur og Víkingur mætast í meistara meistaranna í kvöld
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur