fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025

Vildi „andlit ríku stelpunnar“ – Fegrunaraðgerðir ávanabindandi: „Enginn spurði út í aldur minn“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 23. október 2019 19:00

Dolores og Kylie Jenner. Mynd: The Sun.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fegrunaraðgerðir eru sífellt að verða vinsælli meðal ungra kvenna. Í apríl fjallaði DV um heitustu tískubylgjuna á Íslandi er kemur að útliti og fegurð – þrýstnum vörum. Lýtalæknirinn Ágúst Birgisson sagði að síðustu tvö til þrjú árin hafa varafyllingar aukist hér á landi. „Ætli þetta sé ekki tísku trendið í dag,“ sagði hann.

Það er samt ekki aðeins verið að fylla í varirnar, heldur er einnig vinsælt að fylla í kinnbeinin og kjálkann.

The Sun kallar þetta „andlit ríku stelpunnar“ (e. rich-girl face), innblásið af stjörnum eins og Kylie Jenner. Þrýstnar varir, slétt húð og sterk og vel mótuð kjálkalína er einkennandi fyrir þetta eftirsóknarverða útlit.

En til að öðlast þetta útlit þurfa konur að gangast undir ýmsar fegrunaraðgerðir. Samkvæmt lýtalækninum Dr. Kirk Kremer fer aldur þeirra sem sækjast í þetta tiltekna útlit sífellt lækkandi. Hann segir meðalaldurinn vera kominn niður í 18-20 ára.

Kylie Jenner.

Vildi varir eins og Kylie

Ein ung kona, Dolores Tomas, segir ástæðuna fyrir því að hún hafi farið í fegrunaraðgerðir í viðtali við Sun Online. Hún er aðeins 22 ára.

„Ég tók mynd af Kylie Jenner til lýtalæknisins þegar ég var nítján ára og sagðist vilja fá varir alveg eins og hún. Varir mínar voru frekar þunnar og ekki mótaðar. Ég hef alltaf þurft að nota varalitablýant til að láta þær virðast vera stærri,“ segir hún.

„Ég er mikið á Instagram og margar af stjörnunum og áhrifavöldunum sem ég fylgi eru með þetta „andlit ríku stelpunnar“ útlit og hafði það mikil áhrif á ákvörðunartöku mína.“

Dolores fyrir og eftir. Mynd: The Sun.

Dolores fór með mynd af raunveruleikastjörnunni Kylie Jenner til lýtalæknisins. „Ég rétti honum 40 þúsund krónur og það var sprautað 1ml af Juvaderm í varir mínar,“ segir hún.

„Enginn á stofunni minntist eitthvað á aldur minn. Eftir viku var bólgan farin og varirnar voru geggjaðar. Fjölskylda mín var fyrst með efasemdir en eftir að hafa séð útkommuna voru þau hrifinn. Mamma meira segja spáði í því að fá sér fyllingu í sínar varir.“

Dolores í dag. Mynd: The Sun.

Bótox

Nokkrum árum seinna lét hún fylla aftur í varirnar og byrjaði að pæla í bótox. Dolores segist horfa mikið til Angelinu Jolie varðandi útlit. Hún er hrifinn af sléttri húð hennar og sterkbyggðri kjálkalínu.

Hún borgaði um 50 þúsund krónur til að láta sprauta bótox í ennið sitt. „Ég fékk svo jákvæð viðbrögð í kjölfarið. Ég fékk skilaboð á Instagram frá ungum stelpum sem hrósuðu mér og spurðu mig hvar ég lét fylla í varirnar, hvað það kostaði og hvort það hefði verið sárt. Ég svaraði alltaf hreinskilnislega, útskýrði ferlið og hvernig þetta hafi verið mjög jákvæð upplifun fyrir mig,“ segir Dolores.

„Ég trúi því að það sem ég hef látið gera við andlit mitt hefur aukið sjálfstraust mitt – og ferill minn. Ég hef fengið yfir 15 þúsund fylgjendur á Instagram eftir að hafa gengist undir aðgerðirnar. Fleiri fyrirtæki hafa haft samband við mig og ég er klárlega að þéna meira,“ segir hún.

„Flestar vinkonur mínar hafa líka fengið sér fyllingarefni og bótox í andlitið. Þetta er svo algengt núna. Það sem er frábært við þetta er að þetta er ekki varanlegt. Fyllingarefnið leysist upp í líkama þinn og þú þarft ekki að fylla aftur.“

Hún er ánægð með varirnar. Mynd: The Sun.

Ávanabindandi

„Eina vandamálið er að þetta er ávanabindandi. Um leið og ég sá varir mínar minnka aftur þá vildi ég örvæntingarfull fylla í þær aftur,“ segir Dolores.

„Pabbi minn og kærasti minn eru örugglega þeir sem tjá helst skoðun sína á því að ég ætti ekki að halda áfram að gangast undir fegrunaraðgerðir. En ég mun klárlega halda áfram að fylla í varir mínar og fá mér bótox. Ég er að spá í að fá mér fyllingu í kjálkalínuna bráðum. Þá kannski stoppa ég.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
EyjanFastir pennar
Fyrir 9 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rashford missir númerið í Manchester

Rashford missir númerið í Manchester

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.