fbpx
Föstudagur 18.september 2020

Katrín hefur misst 70 kíló: „Ég horfi bara á Netflix og passa mataræðið“ – Nefnir lykilráð sem svínvirkar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 10. október 2019 14:21

Magnaður árangur Katrínar Lindar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Konan á fyrri myndinni var náttúrulega bara buguð á líkama og sál, 140 kíló,“ segir Katrín Lind Guðmundsdóttir um myndina sem má sjá hér að ofan.

Katrín náði nýverið langþráðu markmiði. Hún hefur misst 70 kíló með því aðeins að breyta mataræði sínu. Hún lýsir sér sjálfri sem matarfíkli og þakkar ketó mataræðinu fyrir að hafa komið sér yfir 70 kílóa múrinn.

„Þetta er svart og hvítt. Maður öðlast nýtt líf, það er bara þannig. Þetta er erfiðara en allt sem erfitt er, því ég er algjör matarfíkill. Þannig þetta er búið að vera þrautarganga, og búið að vera upp og niður. En þetta tókst,“ segir hún við DV.

Katrín Lind segir að hún hafi verið svokallað „jójó“ í gegnum árin, sveiflast upp og niður í þyngd. Árið 2012 byrjaði hún í átaki og léttist eitthvað, hætti svo í átakinu, byrjaði í öðru átaki árið 2014 og léttist þá um 10-15 kíló. Það var ekki fyrr en hún byrjaði á ketó að hlutirnir fóru að gerast fyrir alvöru. Kílóin fuku og komu ekki aftur.

„Ég fann að ketó hentaði mér, sá lífsstíll. Ég var búin að ná að létta mig áður en ég byrjaði á ketó en hafði staðnað í þyngd,“ segir hún.

Katrín Lind segir þetta sé allt þökk sér breyttu mataræði og viðurkennir að hún hafi lítið hreyft sig.

„Ég er eins og löt skjaldbaka, í alvöru,“ segir hún og hlær. „Þetta er eingöngu mataræðið. Ég er öll af vilja gerð, búin að kaupa mér kort í ræktina og allt. En ég er bara löt, það er bara þannig. Ég get engu logið um að ég sé hörkudugleg í ræktinni. Ég horfi bara á Netflix og passa mataræðið,“ segir hún og skellir upp úr.

„Ég fer alveg út að ganga og svona, en ég er ekki þessi ræktarkona. Ég hef það bara ekki í mér og er hætt að reyna að eltast við það.“

Katrín Lind segist þó ekki vera alveg 100 prósent ketó, heldur frekar svona 90 prósent. Hún leyfir sér einn nammidag í viku, en þannig nær hún að hafa stjórn á matarfíkn sinni.

„Ég leyfi mér nammidag einu sinni í viku og fer á nammibarinn og fæ mér það sem mig langaði í alla vikuna. Ég er matarfíkill og get stjórnað fíkninni minni þannig, vitandi að ég fæ þetta á laugardagskvöldið.“

Magnaður árangur Katrínar Lindar.

Aðspurð hvort hún sé með eitthvað lykilráð fyrir lesendur segir Katrín Lind:

„Haltu áfram þó þú dettir af brautinni og byrjar aftur í sukkinu. Haltu áfram. Þú getur átt erfiðar stundir og tímabil, en haltu áfram. Hafðu trú á þér,“ segir hún.

„Og taktu bara einn dag í einu, eina máltíð í einu. Það virkaði á mig þegar ég var að byrja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Opið bréf með áskorun til ráðherra – Verið að draga úr stuðningi við nýsköpun á landinu öllu

Opið bréf með áskorun til ráðherra – Verið að draga úr stuðningi við nýsköpun á landinu öllu
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Jóhann Berg fékk góðar og slæmar fréttir í myndatökunni í morgun

Jóhann Berg fékk góðar og slæmar fréttir í myndatökunni í morgun
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Lögreglan í Panama fann fjöldagröf sértrúarsafnaðar

Lögreglan í Panama fann fjöldagröf sértrúarsafnaðar
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Ekkert djamm í kvöld – Öllum pöbbum höfuðborgarsvæðisins lokað

Ekkert djamm í kvöld – Öllum pöbbum höfuðborgarsvæðisins lokað
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Hörður kallar Sólveigu „skaðvald“ – „Frekleg og ítrekuð afskipti“

Hörður kallar Sólveigu „skaðvald“ – „Frekleg og ítrekuð afskipti“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu fallega kveðju Thiago áður en hann fer til Liverpool

Sjáðu fallega kveðju Thiago áður en hann fer til Liverpool
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Segir að milljónir Bandaríkjamanna gætu þurft að flytja til Kanada vegna versnandi ástands í Kaliforníu

Segir að milljónir Bandaríkjamanna gætu þurft að flytja til Kanada vegna versnandi ástands í Kaliforníu
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Aníta Briem byggði einbýlishús í Ameríku en gat ekki hugsað sér að búa þar – Hjartað vildi heim

Aníta Briem byggði einbýlishús í Ameríku en gat ekki hugsað sér að búa þar – Hjartað vildi heim

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.