fbpx
Laugardagur 26.september 2020

Segir karlmenn ekki vita hvað „nei“ þýðir: „Ég hélt að hann myndi taka vísbendingunni en hann gerði það ekki“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 9. október 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er kona á fertugsaldri og ég ´eit hvað ég vil.“

Svona hefst pistill sem kona að nafni Katie Bingham-Smith skrifaði á vefsíðunni Scary Mommy. Pistillinn fjallar um það að segja nei og hvernig karlmenn taka neitunum frá henni.

„Ég er orðin mjög vandlát þegar kemur að því að leita að mögulegum maka. Ég vil finna einhvern og ég vil verða ástfangin. Ég á það skilið.“

Hún segir að hún sé ekki að leita bara að hverjum sem er, hann þurfi að vera virkilega einstakur.

„Ég er ekki bara að finna einhvern fyrir mig, því ég á þrjú börn sem þurfa líka að kynnast makanum.“

Katie segist vera búin að venja sig á það að segja nei þegar hún vill ekki eitthvað.

„Hvort sem það er koss eftir stefnumót eða beiðni um að fá sendar eggjandi myndir. Ég á rétt á því að segja nei og ég er orðin vön því. Mér fannst það alltaf erfitt að segja nei því ég vildi ekki særa neinn. Núna hef ég unnið mikið í sjálfri mér og ég er búin að setja skýr mörk. Í dag er ég þess vegna orðin andskoti góð í því að segja nei.“

„Ég sagðist ekki vilja hitta hann“

Katie segir að þó sé eitt sem hún hefur ennþá ekki vanist, viðbrögð karlmanna við neitunum.

„Fyrir nokkrum mánuðum bauð maður mér að koma með sér í drykk. Ég hafði aldrei hitt hann í eigin persónu. Við höfðum bara spjallað saman á Facebook en við áttum samt sameiginlega vini og gengum í háskóla á sama svæði. Hann var nýfluttur í hverfið með konunni sinni og þremur börnum.“

Katie segist hafa spurt manninn hvort hann væri að tala um að hitta bæði hann og konuna hans, því hún væri algjörlega til í það.

„Hann sagðist bara vilja hitta mig því það væru vandamál í hjónabandinu. Ég sagðist ekki vilja hitta hann. Ég sagði honum að einbeita sér að hjónabandinu sínu og hætta að eyða tímanum á Facebook. Ég hélt að hann myndi taka vísbendingunni en hann gerði það ekki.“

Katie segir að hún hafi fengið skilaboð frá manninum nokkrum dögum seinna. Hann vildi víst bara segja hæ.

„Ég sagði honum að hætta að tala við mig. Hann byrjaði að rífast við mig svo ég hunsaði hann bara. Nokkrum dögum síðar fæ ég aftur skilaboð frá honum svo ég blokkaði hann. Ég var búin að biðja hann þrisvar sinnum um að hætta að senda mér skilaboð.“

„Nei takk“

Í vor þá var Katie að tala við mann á netinu sem henni fannst vera mjög myndarlegur. Eftir að hafa fengið að kynnast honum í gegnum samfélagsmiðla í dágóða stund þá skiptumst þau á símanúmerum. Henni fannst hann vera kurteis, vel menntaður og það leit út fyrir að hann væri mjög viðriðinn líf barnanna sinna.

„Hann spurði mig hvað það væri sem mér fyndist flottast við karlmannslíkama. Ég svaraði honum og sagði að það væri eitthvað við hendur og hávaxna menn sem heillaði mig. Hann svaraði því með mynd af sér þar sem hann stóð nakinn og hélt utan um typpið sitt.“

Katie segist ekki hafa neitt á móti eggjandi myndum en hún vill samt hittast fyrst og sjá hvort það kvikni einhver neisti.

„Ef einhver sendir þér strax typpamynd eftir nokkra klukkutíma, hvað ætli hann hafi þá sent mörgum svona myndir? Örugglega ótrúlega mörgum. Nei takk segi ég nú bara.“

Maðurinn sagði við Katie að hann væri ekki að senda svona myndir á hvaða konur sem er. Hún sagði manninum að hætta að senda sér svona myndir en þá gerði hann það bara strax aftur. Katie sagði þá við manninn að hún vildi ekki eiga frekari samskipti við hann.

„Hann kallaði mig taugastrekkta tepru og sagðist vera glaður að sjá hvernig ég væri í raun. Síðan sendir hann mér skilaboð tveim dögum seinna og lét eins og ekkert hafði í skorist. Ég hafði tvisvar sinnum sagt við hann að tala ekki við mig aftur.“

„Ég hef heyrt verri sögur“

Katie segir síðan frá fleiri mönnum sem tóku illa við neitunum frá henni. Allar sögurnar hennar enda eins, karlmennirnir kunnu ekki að bregðast við neitunum. 

„Þessir menn sem kunna ekki að taka við neitunum eru samt klárir og vel menntaðir. Þeir eru duglegir og eiga jafnvel sín eigin fyrirtæki. Þeir þjálfa í íþróttum og dansa með börnunum sínum. Þeir eru á öllum aldri.“

Hún segir mennina ekki hlusta á neitanir frá sér heldur ákveða þeir frekar að reyna að sannfæra hana um að hún hafi rangt fyrir sér.

„Ég veit að ég er ekki sú eina sem upplifi þetta. Ég hef heyrt aðrar sögur, verri sögur, frá öðru fólki sem er að reyna við karlmenn. Það er eins og þeir vilji ekki heyra orðið „nei“. Svo virðist sem þeir eigi erfitt með að skilja meiningu orðsins þegar það er einstaklingur af öðru kyni sem segir það.“

Katie veltir því fyrir sér hvort ástandið muni einhvern tímann batna.

„Ég vona það. Þangað til ætla ég að ala upp syni mína og sjá til þess að þeir hagi sér aldrei svona. Ég hef sagt þeim frá aðstæðunum sem ég hef lent í, svo þeir læri hvað það er mikilvægt að taka neitanir almennilega til sín. Þeir eiga að gera það í fyrsta skiptið sem einhver segir nei. Ekki í annað skipti og ekki í þriðja skipti. Þeir eiga ekki að þurfa að fá hótanir um lögregluhringingar. Þeir eiga bara að þurfa að hlusta á fyrstu neitunina og það á að vera nóg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Rangur maður á röngum tíma sakaður um að vefja hundaól utan um háls unglings

Rangur maður á röngum tíma sakaður um að vefja hundaól utan um háls unglings
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Grábjörn drap veiðimann í þjóðgarði í Alaska

Grábjörn drap veiðimann í þjóðgarði í Alaska
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

500 manns á stafrænu landsþingi Viðreisnar

500 manns á stafrænu landsþingi Viðreisnar
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ísland tekur á móti flóttafólki sem bjó í Moria-búðunum sem brunnu

Ísland tekur á móti flóttafólki sem bjó í Moria-búðunum sem brunnu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Smáhúsin flutt í Gufunes – Heimilislausir fá heimili

Smáhúsin flutt í Gufunes – Heimilislausir fá heimili
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ástarkveðja frá reiðum Messi til Suraez – „Ég elska þig svo mikið“

Ástarkveðja frá reiðum Messi til Suraez – „Ég elska þig svo mikið“
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Dr. Páll Hreinsson: Valdheimildir hins opinbera aukast í takt við aukna almannahættu

Dr. Páll Hreinsson: Valdheimildir hins opinbera aukast í takt við aukna almannahættu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.