fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024

Sjö ára gamall sonur Huldu er með banvænan og ólæknandi sjúkdóm en fær ekki lyf sem gætu hjálpað honum

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 28. mars 2019 13:00

Hulda Björk og Ægir. Mynd: Skjáskot/Ísland í dag/Vísir.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ægir Þór Sævarsson er sjö ára gamall og glímir við banvænan og ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdóm. Hulda Björk Svansdóttir, móðir hans, hefur undanfarin ár barist fyrir því að Ægir fái aðgang að lyfjum sem gætu hægt á sjúkdómnum. Hulda Björk segir frá þessu í viðtali hjá Ísland í dag.

Lyfin sem um ræðir hafa ekki verið samþykkt í Evrópu en Hulda hefur séð árangur lyfjanna með eigin augum. Fyrir rúmlega ári síðan fór hún til Bandaríkjanna og hitti 17 ára dreng með sama sjúkdóm og Ægir. Drengurinn var að taka inn lyfið og gat enn gengið.

Fyrir tæplega þremur árum greindist Ægir með sjúkdóminn. Það hafði mikil áhrif á fjölskylduna.

„Maður einhvern veginn áttaði sig engan veginn á þessu hvað þetta myndi þýða miklar breytingar fyrir okkur en við vorum samt heppinn og fengum fljótlega góðar vonir um lyf sem gæti gagnast honum. Það var nokkrum mánuðum eftir greiningu þannig maður fékk strax þessa von og fókusaði ótrúlega mikið á hana,“ segir Hulda í Ísland í dag.

Hulda vill að foreldrar langveikra barna hafi rétt á því að láta reyna á lyf sem enn eru á tilraunastigi þegar ekkert annað er í stöðunni. Hún vonar að löggjöf sem var nýlega samþykkt í Bandaríkjunum verði einnig samþykkt hér á Íslandi. Löggjöfin gefur sjúklingum réttinn til að láta reyna á lyf sem enn eru á tilraunastigi.

„Þetta gefur sjúklingum með alvarlega og sjaldgæfa sjúkdóma, sem engin úrræði eru til fyrir og þú ert búin að reyna allt og ekkert sem bíður þín nema að deyja hreinlega. Þá geturðu fengið að komast í lyf sem eru enn í tilraunum og kannski ekki búin að fara í allt ferlið en eru að lofa góðu. Þá geta sjúklingar komist fyrr í þessi lyf á eigin ábyrgð. Mér finnst það þurfa að ræða þetta hérna á Íslandi, þetta þarf að fá umfjöllun. Af hverju getum við ekki gert þetta hér?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ajax setur það í forgang að ráða Ten Hag aftur til starfa í sumar

Ajax setur það í forgang að ráða Ten Hag aftur til starfa í sumar
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Þetta er sú staða sem Liverpool vill styrkja þegar Arne Slot tekur við

Þetta er sú staða sem Liverpool vill styrkja þegar Arne Slot tekur við
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Örvæntingarfull leit Úkraínumanna og Rússa að nýjum hermönnum

Örvæntingarfull leit Úkraínumanna og Rússa að nýjum hermönnum
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu hegðun markvarðar KR í gær – Ýtti öllum börnum í burtu sem urðu á vegi hans

Sjáðu hegðun markvarðar KR í gær – Ýtti öllum börnum í burtu sem urðu á vegi hans
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Aron Jó lítillega meiddur og vonast til að ná næsta leik

Aron Jó lítillega meiddur og vonast til að ná næsta leik