fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Gerðu þetta og styttu æfingatímann þinn um helming

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 15. mars 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú gætir hafa heyrt þjálfara tala um súpersett (superset) eða heyrt uppáhalds heilsu- og fitnessáhrifavaldinn þinn tala um það.

Súpersett er æfingartækni sem getur minnkað tímann þinn í ræktinni með því að stytta hvíldartíma.

Hvað er súpersett?

„Súpersett er leið til að prógramma æfinguna þína – þú ferð frá einni æfingu beint í næstu án þess að hvíla á milli,“ segir Riley O‘Donnell, einkaþjálfari og leiðbeinandi hjá Fhitting Room í New York við Women’s Health Magazine. 

Oftast eru tvær æfingar í súpersetti. Þú getur raðað því á mismunandi hátt. Til dæmis geturðu æft mismunandi líkamshluta þannig ein æfingin sé bekkpressa (æfir brjóstvöðvana) og hin er róður (æfir bakið). Þú getur einnig valið tvær æfingar sem þjálfa sama líkamshlutann.

Réttstöðulyfta.

Af hverju gerir fólk súpersett?

Stærsti kosturinn er þessi: Þú hámarkar tímann sem þú svitnar.

„Þú getur gert fleiri æfingar á styttri tíma og verið þannig skilvirkari,“ segir Riley.

Ef þú ert að þjálfa ólíka líkamshluta þá fær sá líkamshluti sem þú varst að æfa hvíld meðan þú æfir hinn.

Ef þú ert að þjálfa sama líkamshlutann þá ertu að æfa hann betur og hraðar.

Eru einhverjir gallar við súpersett?

Riley segir að svo sé ekki. En vill að fólk passi sig á að gera ekki of mörg súpersett í einu og lyfta ekki of þungu svo líkamsstaðan haldist rétt og þú fáir ekki meiðsli.

Ekki taka heldur of létt og reyna að ná eins mörgum endurtekningum og þú getur. Jafnvægi er lykillinn.

„Markmiðið ætti ekki að vera eins margar endurtekningar og þú getur, heldur einblíndu á að finna fyrir sviða í vöðvanum í lok settsins,“ segir Riley.

Hnébeygja.

Hvernig byrja ég?

Þú velur einhverjar tvær æfingar eins og til dæmis réttstöðulyftu (deadlif) og hnébeygju (squat). Gerðu 8-12 endurtekningar af réttstöðulyftu og farðu beint í hnébeygju og gerðu 8-12 endurtekningar.

Ef þú vilt lyfta þyngra gerðu 5-8 endurtekningar.

Markmið þitt ætti að vera að gera 4-6 súpersett af þessum tveimur hreyfingum. Eftir hvert sett hvíldu í 30-90 sekúndur, fer eftir hversu krefjandi þú vilt hafa æfinguna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hrafnkell ómyrkur í máli og trúði vart því sem hann sá – „Það var bara fáránlegt að horfa upp á þetta“

Hrafnkell ómyrkur í máli og trúði vart því sem hann sá – „Það var bara fáránlegt að horfa upp á þetta“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Mölbrotnaði eftir að hafa hrasað um köttinn sem slapp ómeiddur

Mölbrotnaði eftir að hafa hrasað um köttinn sem slapp ómeiddur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni
Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

Sagan á bak við Frank Mills

Sagan á bak við Frank Mills
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Byrjunarlið Aston Villa og Chelsea – Palmer mættur aftur

Byrjunarlið Aston Villa og Chelsea – Palmer mættur aftur

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.