fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Þjálfari stjarnanna segir að þessar þrjár magaæfingar séu málið ef þú vilt sterkari kviðvöðva

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 12. mars 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þig langar að styrkja kjarnann þinn þá eru þetta æfingarnar fyrir þig. Stjörnuþjálfarinn Jason Walsh ræddi við POPSUGAR og sagði hvaða þrjár magaæfingar séu málið fyrir sterkari kviðvöðva.

Þú getur bætt þessum æfingum við kviðæfingarútínuna þína, eða gert einungis þessar æfingar.

Ef þú ert byrjandi, miðaðu við að gera æfingarnar í 20 sekúndur í senn eða 10 sinnum hverja æfingu. Ef þú ert lengra komin miðaðu við að framkvæma æfinguna í 30 sekúndur í senn eða 14-20 sinnum. Hvíldu í 45-60 sekúndur og endurtaktu hringinn tvisvar eða þrisvar sinnum.

Æfingarnar

Planki og rétta hönd

Byrjaðu í planka á olnbogunum. Hafðu rúmlega mjaðmabreidd á milli fótanna fyrir stöðugleika.

Réttu hægri handlegginn út og snúðu þumalfingrinum í átt að loftinu. Settu hægri handlegginn aftur í olnbogastöðu og réttu út vinstri handlegginn. Þetta telst sem eitt skipti (rep).

Ráð frá Jason: Passaðu að hreyfa ekki mjaðmirnar þegar þú réttir úr handleggnum.

Russian Twist

Sestu á gólfið og hafðu hnén beygð og hafðu um 30 cm bil á milli rassins og hælanna.

Hallaðu þér aftur þar til þú finnur að neðri kviðvöðvarnir eru virkir. Það er mjög mikilvægt að bakið sé beint allan tímann.

Settu hendurnar fyrir framan þig, ein hönd ofan á hina.

Dragðu naflann að hryggsúlunni og snúðu þér hægt til hægri. Hreyfingin er ekki stór og kemur frá snúningi rifbeinanna, ekki höndunum þínum. Snúðu þér til vinstri. Nú ertu búin með eitt skipti.

Planki með fótalyftu

Byrjaðu í planka. Lyftu hægri fætinum upp en passaðu að mjaðmirnar eru í línu við gólfið. Haltu í þrjár sekúndur og settu fótinn aftur niður. Lyftu vinstri fætinum upp og haltu í þrjár sekúndur. Þetta telst sem eitt skipti.

Ráð frá Jason: Passaðu að hreyfa ekki mjaðmirnar þegar þú lyftir upp fótleggnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hrafnkell ómyrkur í máli og trúði vart því sem hann sá – „Það var bara fáránlegt að horfa upp á þetta“

Hrafnkell ómyrkur í máli og trúði vart því sem hann sá – „Það var bara fáránlegt að horfa upp á þetta“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Mölbrotnaði eftir að hafa hrasað um köttinn sem slapp ómeiddur

Mölbrotnaði eftir að hafa hrasað um köttinn sem slapp ómeiddur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni
Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

Sagan á bak við Frank Mills

Sagan á bak við Frank Mills
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Byrjunarlið Aston Villa og Chelsea – Palmer mættur aftur

Byrjunarlið Aston Villa og Chelsea – Palmer mættur aftur

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.