fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024

Hildur Eir gerði áhugaverða tilraun í fermingartíma barnanna: „Aðeins fjórir af fjörutíu réttu upp hönd“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 11. febrúar 2019 19:00

Hildur Eir Bolladóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Flestir foreldrar geta verið sammála um það að tíminn þar sem börnin ung og ómálga veikjast sé mjög erfiður og kvíðavekjandi. Það er svo vont að horfa upp á vanlíðan ungbarns og vita ekki hvað amar að, það er á þeim stundum sem maður væri tilbúinn án umhugsunar að skipta við barnið og taka á sig þjáningar þess,“ segir Hildur Eir Bolladóttir í pistli sínum „Að hlýða yfir tilfinningar“ á heimasíðu sinni.

Í pistlinum fjallar Hildur um tilfinningagreind fermingarbarna og segir frá könnun sem hún gerði með hópi táninga í fermingartíma.

Aðeins fjórir af fjörtutíu réttu upp hönd

Hildur spurði allan hópinn nokkurra spurninga, meðal annars bað hún þá sem ættu auðvelt með að tala um íþróttir eða veðrið við annað fólk um að rétta upp hönd. Greinir Hildur frá því að flestir, ef ekki allir, í hópnum hafi rétt upp hönd.

„Að lokum bað ég þau sem ættu auðvelt með að tala um tilfinningar sínar að rétta upp hönd en þá brá svo við að aðeins fjórir af fjörutíu réttu upp hönd, reyndar ekki bara stelpur.“

Í framhaldi af þessu settist Hildur í hring með krökkunum og úthlutaði hverju og einu þeirra spjöldum með mismunandi tilfinningum sem rætt var um.

„Mörg heiti eða nöfn tilfinninga voru krökkunum framandi, það var til dæmis ekki almenn vitneskja um það í hópnum hvað tilfinningin sem við köllum, fyrirlitning, merkir en þegar við fórum að ræða hana og jafnvel leika hana voru flestir sem könnuðust við kauða, fyrirlitning á sér auðvitað stað bæði á skólalóðinni og á samfélagsmiðlum, einmitt þar sem börnin okkar dvelja sem mest.“

Jafn mikilvægt að læra að þekkja tilfinningar eins og margföldunartöfluna

Einnig ræddi hópurinn um tilfinninguna hamingju sem flestir töldu sig þekkja. Fór allur fermingartíminn í það að spjalla saman um mismunandi tilfinningar.

„Það fæðist nefnilega enginn maður með mótaða vitneskju um tilfinningar sínar, við þurfum að læra að þekkja þær, rétt eins og líkamann.“

Segir Hildur mikilvægt fyrir fólk að læra að þekkja tilfinningar sínar og að í sumum tilfellum skipti það jafnvel meira máli heldur en að þekkja til að mynda ákveðna líkamsparta.

„Samt væri í raun kannski minni skaði skeður að þekkja ekki nefið en til dæmis kvíðann svo við þyrftum ekki að lifa þá skelfingu að halda að við værum í alvöru lífshættu þegar kvíðinn kveður fyrst dyra.“

Hildur segir mikilvægt fyrir foreldra að horfa til þess sem þau sjálf geti gert fyrir börnin sín. Segir hún geðheilbrigðiskerfið vissulega ekki gallalaust enda hafi það verið fjársvelt í langan tíma.

„Sem foreldrar getum við til dæmis gengist við því að það sé jafn mikilvægt að börnin okkar læri að þekkja tilfinningar eins og margföldunartöfluna og því hlýtt þeim reglulega yfir þær.“

Telur Hildur að eitt stærsta lýðheilsumál aldarinnar sé að kenna bæði börnum og fullorðnum á tilfinningar sínar.

„Hugsaðu þér hvernig stemningin í opinberri umræðu, að ég tali nú ekki um á samfélagsmiðlum myndi breytast ef við gerðum gangskör að því að kenna tilfinningar af sama krafti og stærðfræði og tungumál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Kynntu nýja og byltingakennda krapavél á sjávarútvegssýningunni í Barcelona

Kynntu nýja og byltingakennda krapavél á sjávarútvegssýningunni í Barcelona
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Liverpool frumsýninr treyjuna sem liðið spilar í undir stjórn Arne Slot

Liverpool frumsýninr treyjuna sem liðið spilar í undir stjórn Arne Slot
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Manowar halda tónleika á Íslandi – Eitt af stærstu þungarokksböndum sögunnar

Manowar halda tónleika á Íslandi – Eitt af stærstu þungarokksböndum sögunnar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fábjánagangur að mati Jóns – Hallir byggðar fyrir 6 milljarða en hafa ekki efni á samloku á ferðalagi

Fábjánagangur að mati Jóns – Hallir byggðar fyrir 6 milljarða en hafa ekki efni á samloku á ferðalagi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rangnick hafnar starfinu hjá Bayern – Sá þriðji sem hafnar eftir viðræður

Rangnick hafnar starfinu hjá Bayern – Sá þriðji sem hafnar eftir viðræður