fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Jóna Hrönn: „Ég horfði á þennan þreytta og sorgmædda mann“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 10:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Garðaprestakalli, segir að ef allir sjúkdómar heimsins yrðu settir í hatt og hún þyrfti að draga einn væri einn sem hún myndi sérstaklega ekki vilja draga.

Jóna Hrönn skrifar um minnissjúkdóma í bakþönkum sínum í Fréttablaðinu í dag.

„Fyrir fimmtán árum flutti ég fyrirlestur á Grandhóteli um áhrif minnissjúkdóma og sagði m.a. að ef allir sjúkdómar heimsins væru settir í hatt og ég þyrfti að draga einn óskaði ég þess að draga allt nema minnissjúkdóma,“ segir Jóna Hrönn og minnist þess sérstaklega þegar eldri maður gekk upp að henni að erindi loknu.

„Að loknu erindi kom til mín eldri herra, horfði djúpt í augu mín og mælti: Ég held að minnissjúkdómar séu ekki verstir því hinir veiku þjást ekki mikið. Ég horfði á þennan þreytta og sorgmædda mann og sagði: Nei, í Græna landinu er lítil þjáning, en þjáningin liggur hjá ástvinum uns sjúkdómsferlið er á enda.“

Jóna Hrönn þekkir það að vera aðstandandi í þessum sporum. Faðir hennar var sextugur þegar hann greindist með minnissjúkdóm og minnist Jóna Hrönn þess þegar hún stóð yfir gröf föður síns á útfarardegi. „Þá hugsaði ég, dauðinn er ekki alltaf verstur. Sjúkdómstími heilabilunar er átta til tólf ár og á þeim tíma eiga ástvinir ótal kveðjustundir.“

Jóna Hrönn bendir á að í upphafi sé hinn veiki kvíðinn og ráðvilltur og fylgir oftast maka sínum eins og skugginn í frumkvæðisleysi og vanmætti.

„Svo koma dagarnir þegar hinn minnissjúki má ekki lengur keyra, getur ekki lesið dagblöðin, veit ekki hvar hann býr, getur ekki farið einn á salernið, getur ekki klætt sig og að lokum horfir þú í fjarræn augu á tómu andliti og ástvinur þinn þekkir hvorki nafnið þitt né þig sjálfa(n). Samt getur þú aldrei sleppt hendinni af hinum minnissjúka. Því þetta eru þungir sjúklingar inni á stofnunum og í heilbrigðiskerfi okkar þurfa ástvinir að veita hjúkrun og eftirfylgd og vera málsvarar allt til enda.“

Jóna Hrönn endar pistilinn sinn á þessum orðum:

„Á þessari löngu reynslugöngu megum við því ekki gleyma ástvinum hinna gleymnu. Þau þurfa öruggt umhverfi og utanumhald svo þau geti tekist á við allar þær kveðjustundir sem fylgja sjúkdómnum. Skiptir þá mestu að deila byrðunum svo enginn fari á mis við að halda áfram með sitt eigið líf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hrafnkell ómyrkur í máli og trúði vart því sem hann sá – „Það var bara fáránlegt að horfa upp á þetta“

Hrafnkell ómyrkur í máli og trúði vart því sem hann sá – „Það var bara fáránlegt að horfa upp á þetta“
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Verðandi stjóri Liverpool minnir hann á goðsögnina

Verðandi stjóri Liverpool minnir hann á goðsögnina

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.