fbpx
Laugardagur 04.maí 2024

Augabrúnapabbinn slær aftur í gegn – Kvartar nú um hárlengingar kvenna

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 18. janúar 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skemmtikrafturinn Gary Meikle varð heimsþekktur þegar hann birti myndband af sjálfum sér vera að kvarta yfir augabrúnum dóttur sinnar. Myndbandið var bráðfyndið og gátu margar konur hlegið að greyið pabbanum sem skildi hvorki upp né niður í viðhaldi dóttur sinnar á augabrúnunum. Það voru líklega margir pabbarnir og eiginmennirnir sem tengdu við ræðu Meikle.

Nú hefur hann sent frá sér nýtt myndband þar sem hann ræðir um hárlengingar dóttur sinnar og kvenna almennt. En Meikle virðist engan vegin geta skilið hvers vegna konur vilja nota hina ýmsu „aukahluti“ til þess að punta sig á einn eða annan hátt.

„Dóttir mín kom inn í herbergi til mín í gærkvöldi og sagði: „Pabbi má ég fá hárlengingar aftur fyrir afmælið mitt?“ Í fyrsta lagi, þá er afmælið hennar ekki fyrr en í maí. Ég sagði henni að ég ætlaði ekki að borga tæplega 80 þúsund fyrir hárlengingar aftur. Hún sagði: „Það kostar um 45 þúsund.“ Ég sagði að það kostaði 80 þúsund ef þú telur viðhaldið með, á síðasta ári þurfti ég að fá pípulagningamann heim tvisvar til þess að losa stíflu. Ég veit ekki hvaða viðarlím þau notuðu til þess að festa þessi hesta hár á hausinn á henni, en það virkaði að minnsta kosti ekki nógu vel til að það héldist á henni,“ segir Meikle í myndbandi sínu.

Hárlengingarnar fara út í sjó og límast við höfrunga

„Ég man eftir einu skipti þar sem ég var náinn með konu og ég greip í hárið á henni og það losnaði risa klumpur af hári og ég sagði: „Guð minn góður, fyrirgefðu! Þarft þú að vera í einangrun?“ Hún sagði mér að þetta væri í lagi, þetta væru hárlengingarnar hennar og að þetta væri eðlilegt. Þetta er ekki eðlilegt!! Kannski ef þú ert að berjast við uppvakning jú.“

Sjá Einnig: Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli

Segist Meikle vera farinn að sjá endalausar auglýsingar á samfélagsmiðlum af hinum ýmsu aukahlutum fyrir konur til þess að kaupa sér og að honum líði stundum eins og hann sé að fletta í gegnum bækling af aukahlutum fyrir frú Kartöfluhaus.

Að lokum varar hann við þeim skaðlegu áhrifum sem hárlengingar geta haft á umhverfið.

„Það sem þið áttið ykkur ekki á er að þessar hárlengingar fara út í sjó og vegna þess að það er lím á þeim þá enda þær á því að límast við höfrunga! Það eru höfrungar núna syndandi um í sjónum með hárlengingar! Þeir eru að reyna að blása þeim frá andlitinu: „Pffffft!“ Því þeir hafa ekki hendur til þess að færa þetta drasl frá andlitinu! Vinir þeirra eru að hlæja að þeim, börnin þeirra þekkja þá ekki sem gerir það að verkum að þeir synda í burtu og verða munaðarlausir. Er það það sem þið viljið? Pínu litlir munaðarlausir barnahöfrungar! Ég bara skil ekki af hverju þið látið ekki ykkar eigin hár vaxa? Ég veit alveg að þið getið verið þolinmóðar, ég hef séð ykkur bíða eftir fullnægingu!“

Myndbandið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:

https://www.facebook.com/itsgoneviralofficial/videos/579332422491038/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Fyrirliði Real Madrid yfirgefur félagið – Vill aðeins semja í einu landi

Fyrirliði Real Madrid yfirgefur félagið – Vill aðeins semja í einu landi
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fertugur í varnarlínu Manchester United? – ,,Toppleikmaður svo lengi sem heilsan er til staðar“

Fertugur í varnarlínu Manchester United? – ,,Toppleikmaður svo lengi sem heilsan er til staðar“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Miklar breytingar gerðar á skriflega bílprófinu – Gert rafrænt og spurningum breytt

Miklar breytingar gerðar á skriflega bílprófinu – Gert rafrænt og spurningum breytt
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vill ólmur semja við manninn sem er að verða samningslaus

Vill ólmur semja við manninn sem er að verða samningslaus
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hvaða lagagreinar er Kolbeinn sakaður um að hafa brotið og hvað felst í þeim?

Hvaða lagagreinar er Kolbeinn sakaður um að hafa brotið og hvað felst í þeim?
433
Fyrir 18 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: Luton og Everton skildu jöfn

Enska úrvalsdeildin: Luton og Everton skildu jöfn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.