fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025

Frægir minnast leikarans Verne Troyer – dánarorsök talin vera sjálfsmorð

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 23. apríl 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Verne Troyer lést á laugardaginn og var sagður glíma þungt við alkóhólisma og þunglyndi. Troyer var 49 ára gamall og var lagður inn á sjúkrahús fyrr í þessum mánuði vegna áfengiseitrunar. Þó ekki verið gefin upp dánarorsök í tilkynningu frá fjölskyldu hans sem birtist á samfélagsmiðlum, telja aðstandendur hans líklegt að um sjálfsvíg hafi verið að ræða.

„Þunglyndi og sjálfsvíg eru mjög alvarleg málefni. Þú veist aldrei hvaða baráttu aðrir eru að glíma við. Verið góð við hvert annað. Og munið, það er aldrei of seint að óska eftir hjálp“, segir í tilkynningunni frá fjölskyldu hans.

 

Ýmist frægt fólk hefur verið duglegt á samfélagsmiðlum að votta leikaranum virðingu sína. Mike Myers, mótleikari Troyers úr Austin Powers-myndunum, var miður sín eftir fréttirnar.

„Verne var mikill fagmaður og leiðarljós bjartsýninnar í augum allra sem áttu þann heiður að vinna með honum. Þetta er sorgartími en ég vona að hann sé kominn á betri stað. Hans verður sárt saknað.“

Verne Troyer og Mike Myers unnu þétt saman við gerð Austin Powers framhaldsmyndanna.

 

Leikarinn Warwick Davis skrifar að hann hafi alltaf kunnað að meta kímnigáfu Troyers og jákvæðan anda. „Við bárum mikla virðingu fyrir vinnu hvors annars… Nú, í fyrsta sinn, mun hann líta niður til okkar allra og hlæja.

 

Hryllingsmyndagoðið Tom Savini birti þessa mynd af sér með Troyer og skilaboðunum: „Far vel, kæri vinur. Hér erum við að monta okkur af sameiginlega hauskúputattúi okkar, sem hvorugt okkar vissi á þessum tíma að hinn væri með.

 

Söngvarinn Vanilla Ice var fámáll en beinskeyttur. „Ánægður að við komum okkur í sögubækurnar saman!“

 

Leikkonan Marlee Matlin lét það ekki vanta að heyra í sér: „Ömurlegt að heyra af þessum fréttum. Hann var með svo yndislegt bros og risastórt hjarta. Hann hjálpaði að safna pening fyrir hönd heyrnarstofnuninnar Starkey, sem veitir gefins heyrnartæki til fólks sem þarf á þeim að halda.“

 

Fyrrum barnastjarnan Corey Feldman fór einnig hlýjum orðum um leikarann og þurfti að hlaða í nokkrar færslur á Twitter til að tjá tilfinningar sínar. „Hvílík skömm. Hann var ljúfasti maður heims þegar ekki var verið að áreita hann eða biðja um að lyfta honum. Hjarta þessa manns var í sömu stærð og líkaminn hans. Hann var besti litli grínisti sem fannst þarna úti“, sagði Feldman á aðgangi sínum, bætir síðan við:

„Það sem Verne afrekaði með sinni litlu stærð á erindi í sögubækurnar, ekki bara út af leikferli hans, heldur fyrir það hversu mikill kvennagull hann var. Verne bjó yfir sjálfsöryggi á við fyrirsætu röltandi um Playboy-setrið. Guð blessi þennan mann“.

 

Meira að segja hjólabrettakappinn Tony Hawk hafði sitt að segja. „Þakka þér kærlega fyrir hláturinn, örlætið og allan stuðninginn. Ég verð alltaf mikill aðdáandi þinn“.

 

„Þú lifðir stóru lífi, vinur minn“, sagði fyrrum Superman-leikarinn Dean Cain á Twitter-síðu sinni og birti mynd af þeim félögum saman.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Salah sá fyrsti til að afreka þetta á Englandi

Salah sá fyrsti til að afreka þetta á Englandi
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Maður í hjólastól lét rasísk ummæli falla og var skipað að yfirgefa svæðið

Maður í hjólastól lét rasísk ummæli falla og var skipað að yfirgefa svæðið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Verður ekki með um helgina og allt bendir til þess að hann fari

Verður ekki með um helgina og allt bendir til þess að hann fari
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Síminn sektaður fyrir ólöglegar auglýsingar

Síminn sektaður fyrir ólöglegar auglýsingar
Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

Sýningaropnun Lilju á laugardag – Um leið og þú lítur undan

Sýningaropnun Lilju á laugardag – Um leið og þú lítur undan
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.