fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025

Þriggja barna móðir leitar töfralausna: ,,Ég þjáist af minnisleysi og einbeitingaskorti“

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 20. mars 2018 07:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Færsla frá uppgefinni móður hefur nú gengið manna á milli á Facebook þar sem hún lýsir því vel hvernig það er að vera þriggja barna móðir.

Eliane Rosso skrifaði færsluna upphaflega á sínu tungumáli en hefur textinn verið þýddur yfir á ensku og nú íslensku:

Ég er móðir. Ég á þrjú börn. Ég fór til læknis vegna þess að ég þjáist af minnisleysi og á í erfiðleikum með einbeitingu. Læknirinn sagði mér að ég þyrfti að ná átta klukkutíma svefni á hverjum sólarhring.

Ég er líka með bakverki. Sjúkraþjálfari sagði að ég þyrfti á reglulegri hreyfingu að halda. Hann mældi með Pilates 2-3 sinnum í viku.

Kennari eldri sonar míns segir að við þurfum að fylgjast betur með honum á meðan hann sinnir heimavinnunni sinni. Yngri sonur minn heru einnig ýmis verkefni eins og vikulegar kynningar í skólanum, allskonar módel sem hann þarf að útbúa heima og margt fleira. Hann er líka í íþróttum og ég þarf að sitja hvern leik og fylgjast með.

Varðandi yngsta son minn, læknirinn segir að við eigum að elda matinn hans frá grunni með eins ferskum matvörum og við getum fundið.

Bæði maðurinn minn og elsti sonur minn borða ekkert sem er hollt og ferskt svo ég þarf alltaf að elda tvær máltíðir.

Samkvæmt sérfræðingum um menntun og sálfræði á ég að eyða þrjátíu mínútum á dag með hverju barni svo það þroskist almennilega.

Barnalæknar segja svo að við eigum að finna tíma til þess að vera úti. Klukkutími í útivist á hverjum degi er góð fyrir heilann.

Reikningar heimilsins gera það að verkum að ég þarf að vinna ölllum stundum.

Nú hafa sérfræðingar í kennslu og þróun sagt að best sé að leyfa börnum að læra hvenær þau hafa gaman, jafnvel þótt þau séu að leika sér í drullu og ég þurfi að þvo fötin þeirra daglega.

Hjónabandsráðgjafinn segir okkur að við eigum að passa upp á rómantíkina, fara á stefnumót eða eyða tíma saman að minnsta kosti 1-2 sinnum í viku. Einnig þarf að passa upp á kynlífið, það á að stunda 2-3 sinnum í viku.

Ef ég ætla svo að passa upp á frama minn í starfi þarf ég að passa upp á að fara reglulega á námskeið, og lesa bækur.

Sálfræðingurinn minn er svo búinn að segja mér að ég þurfi að eyða meiri tíma í sjálfa mig.

Svo núna er ég bara að leita að einhverjum töfra sérfræðingi sem getur sýnt mér hvernig ég á að fara að því að gera allt þetta á 24 klukkutímum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 7 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Rauða spjald Ronaldo sett í nýtt samhengi – Sjáðu myndbandið

Rauða spjald Ronaldo sett í nýtt samhengi – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Englendingar styðja UEFA sem skoðar að gera stórtækar breytingar

Englendingar styðja UEFA sem skoðar að gera stórtækar breytingar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir að þetta sé stærsta vandamál enska landsliðsins á næstu árum

Segir að þetta sé stærsta vandamál enska landsliðsins á næstu árum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu