fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025

Ragga nagli – „Kortleggðu ferlið þitt“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 17. júlí 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þessum fjallar hún um að fylgja sama ferli svo að æfingar verði hluti af venjum.

 

Til að koma heilsuvenju eins og reglulegri líkamsrækt upp í rótgróinn hluta af sjálfinu er mun mikilvægara að einblína á að missa ekki úr æfingu, frekar en að hanga eins og rolla á girðingastaur í að gala út markmið um hvippinn og hvappinn.

Því ef þú missir ekki úr æfingu þá muntu ná markmiðinu.

Hvort sem það er að verða sterkari, hlaupa lengra, gera betri jafnhöttun, hoppa hærra eða róa hraðar.

Með því að skuldbinda þig sjálfu ferlinu kemurðu því upp í vana og horfir í gegnum langtímagleraugun.

En ef venjan er ekki til staðar og þú ferð í ræktina hipsum haps og þegar hentar og módjóið er í botni, þá falla öll markmið örend eins og í Örlygsstaðabardaga.

Ferlið fyrst. Síðan markmiðið.

Kortleggðu síðan ferlið þitt.

Ef þú ætlar að róta í gegnum skúffurnar að finna æfingaspjarir meðan þú græjar börnin í skólann á morgnana ertu á hraðri leið til uppgjafar.

Þú þarft að kortleggja leiðina til að mæta á æfingar.
Þú þarft að hafa algóriþma sem er röð af skrefum sem er ætlað að framleiða sömu niðurstöðu aftur og aftur. Eins og uppskrift að skúffuköku. Ef þú fylgir skrefunum færðu sömu ljúffengu kökuna, eða hegðun, aftur og aftur.

Skrifaðu niður þinn algóriþma.

„Til þess að æfa á morgnana ætla ég að leggja fram æfingafötin kvöldið áður.“

„Til þess að æfa eftir vinnu ætla ég að pakka í æfingatöskuna áður en ég fer úr húsi á morgnana.“

„Til þess að æfa á kvöldin ætla ég að fara í æfingafötin eftir kvöldmat.“

Þannig verða fötin að sjónrænni áminningu um að fara á æfingu.

Þú þarft því ekki að mótivera sjálfan þig daglega með myndum af spriklandi skrokkum á Instagram.

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

„Knattspyrna kvenna á rosalegri siglingu“

„Knattspyrna kvenna á rosalegri siglingu“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Son opinn fyrir því að yfirgefa Tottenham

Son opinn fyrir því að yfirgefa Tottenham
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Telja að Ísland fái högg í magann og að draumurinn verði úti annað kvöld

Telja að Ísland fái högg í magann og að draumurinn verði úti annað kvöld
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Snýr aftur til PSG eftir misheppnaða lánsdvöl

Snýr aftur til PSG eftir misheppnaða lánsdvöl
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.