fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025

Prins Louis skírður í dag

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 9. júlí 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Prins Louis, sem er orðinn 11 vikna gamall, verður skírður í dag af erkibiskupnum af Canterbury í fámennri fjölskylduathöfn í St. James´s höll. Louis er fimmti í röðinni sem erfingi bresku krúnunnar.

Verður þetta í fyrsta sinn sem fimm manna fjölskylda hans og foreldra hans, hertogans og hertogaynjunnar af Kent, mun sjást opinberlega.

Stóra systir Charlotte smellir kossi á Louis.

Athöfnin sem mun taka fjörutíu mínútur mun fara fram kl. 16 í dag að staðartíma og það er erkibiskupinn af Canterbury, Justin Welby, sem mun stjórna henni í konunglegu kapellunni í St. James höllinni.

Louis verður klæddur í sama skírnarkjól og eldri systkini hans, George og Charlotte, klæddust. Hann er eftirlíking af skírnarkjól, sem gerður var fyrir Victoriu, elstu dóttur Victoriu drottningar, árið 1841.

Gestalistinn er ekki opinber ennþá, en konunglegar skírnarathafnir eru vanalega fámennar fjölskylduathafnir. Líklegt er að prins Harry og Meghan Markle, hertoginn og hertogaynjan af Sussex, verði við athöfnina, en Meghan var skírð og fermd af erkibiskupnum í sömu kapellu í mars síðastliðnum. Einnig er talið að systir Kate, Pippa Matthews, verði viðstödd, en hún er barnshafandi.

Einnig er eftir að tilkynna hverjir verða guðforeldrar Louis, en ef marka má skírn systkina hans, þá verða þeir nánir vinir prins William og Kate.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Svona er að smitast af fuglaflensunni – Dánartíðnin mjög há

Svona er að smitast af fuglaflensunni – Dánartíðnin mjög há
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir að Salah eigi ekki að vera valinn leikmaður tímabilsins – Nefnir annan mikilvægari

Segir að Salah eigi ekki að vera valinn leikmaður tímabilsins – Nefnir annan mikilvægari
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Hulk bætti met Neymar
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Lenti í „martröð“ stuttu fyrir beina útsendingu: Birti mynd af sér rennandi blautri – Sjáðu hvað gerðist

Lenti í „martröð“ stuttu fyrir beina útsendingu: Birti mynd af sér rennandi blautri – Sjáðu hvað gerðist