fbpx
Laugardagur 27.desember 2025

Katrín segir píp-test hafa slæm áhrif á sjálfsmynd barna: „Skömmin við að geta ekki hlaupið jafn mikið var svakaleg“

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 20. mars 2018 12:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Aðalsteinsdóttir veltir fyrir sér tilgangi píp-testa í grunnskólum landsins en af hennar reynslu hafa þau slæm áhrif á sjálfsmynd barna sem minna mega sín í hlaupa íþróttum.

Ég man þegar ég var í skóla, þá voru þetta leiðinlegustu tímarnir í leikfimi. Ég var í þannig íþróttum að ég var ekki vön því að hlaupa, ég æfði dans og hafði ekki mikið úthald í hlaup fram og til baka,

segir Katrín í færslu á Facebook.

Píndi sig áfram

Þar að auki veiktist ég sem unglingur af meltingarsjúkdómnum Chrons og dró það vel úr þreki mínu. Ég píndi mig áfram í hvert skipti til þess að vera ekki sú fyrsta til þess að hætta að hlaupa.

Katrín segir að hvern vetur hafi henni kviðið þess að mæta í þetta próf.

Ég man að þau sem gátu hlaupið mest voru krakkarnir sem voru á fullu í fótbolta og sumar af fimleikastelpunum. Á þessum tíma var sjálfsálit mitt ekki sterkt og skömmin við það að geta ekki hlaupið jafn mikið og „duglegu“ krakkarnir var svakaleg.

Í dag á Katrín fimm börn og eru tvö þeirra komin í grunnskóla.

Prófið hefur slæm áhrif á sjálfsmynd barna

Þau eru í fjórða bekk og í dag kom annað barnið fúlt heim eftir skóla því það hljóp bara 11 ferðir í píp-testinu en sá sem hljóp mest fór alveg 100 ferðir.

Katrín leggur til að grunnskólar hætti að notast við píp-testin sem þolpróf fyrir börnin.

Af minni reynslu hefur þetta próf slæm áhrif á sjálfsmynd barna sem minna mega sín í hlaupa íþróttum. Ég get ekki séð að það skipti skólakerfið nokkru máli hversu margar ferðir krakkar geta hlaupið og hversu hratt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Valdi Stielike í draumaliðið en ekki Ronaldo

Valdi Stielike í draumaliðið en ekki Ronaldo
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Dómarinn vonaðist eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu – ,,Augljóst að ég gerði mistök“

Dómarinn vonaðist eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu – ,,Augljóst að ég gerði mistök“
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Áramótaspá Ellýjar fyrir Valkyrjurnar: „Við erum að fara í svakalegar breytingar þegar kemur að stjórnmálum“

Áramótaspá Ellýjar fyrir Valkyrjurnar: „Við erum að fara í svakalegar breytingar þegar kemur að stjórnmálum“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Varpa ljósi á óhugnanlegan spádóm Nostradamusar fyrir árið 2026

Varpa ljósi á óhugnanlegan spádóm Nostradamusar fyrir árið 2026
Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis