fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025

Átta ómetanleg húsráð frá Margréti

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 23. febrúar 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans í Reykjavík, deilir átta góðum húsráðum sem allir ættu að þekkja.

1. Allt gróft mjöl á að geyma í lokuðum ílátum því annars getur kviknað líf í því. Einnig ágætt að frysta.

2. Það á alltaf að hafa opinn glugga einhvers staðar í íbúðinni svo ekki myndist raki inn í henni. Passa að lofta vel út eftir baðferð eða sturtu. Einnig þarf að láta lofta undir rúllugardínur svo ekki myndist raki á gleri og hafa rifu á glugga.

3. Allar borðtuskur og diskaþurrkur þarf að sjóða. Súr lykt af tuskum myndast af því að þær eru óhreinar.

4. Aldrei á að bera tekkolíu á lakkaðan við. Á lakkaðan við fer húsgagnaáburður sem borinn er á húsgögnin og þurrkað vel yfir á eftir. Varist að hann fari ekki á gólfið því þá myndast mikil hálka.

5. Hrísgrjón á að sjóða á lágum hita og ekki í opnum potti. Setja á 1 hluta grjón á móti 2 hlutum af vatni ásamt örlitlu salti. Þegar suðan kemur upp á að lækka og leyfa þeim að vera í 18 mínútur, ekki hræra í þeim. Vatnið á ekki að gufa upp heldur eiga grjónin að draga það í sig. Þá brenna þau ekki við, eru laus og ekki klesst.

6. Í tíðarfari eins og núna fara leðurskór illa. Strjúkið af þeim með rökum klút, gott er að setja dagblöð inn í blauta skó á meðan þeir þorna. Bera síðan skóáburð á þá og bursta vel yfir, að endingu á að setja vatnsvörn.

7. Nota skal edik og vatn til þess að þrífa spegla, en klúturinn verður að vera alveg hreinn. Það má alls ekki hafa farið mýkingarefni í hann. 1 hluti edik og 8 hlutar vatn.

8. Hafið ávallt sápuhólfið og þvottavélina opna þegar ekki er verið að nota vélina. Takið sápuhólfið út af og til og burstið og þvoið vel ásamt hurð og gúmmíhring að innan. Þvoið suðuþvott allavega einu sinni í viku til þess að vélin sé hrein og lyktarlaus að innan. Notið mýkingarefni sem sjaldnast og ekki í æfingagalla. Bómull þolir þvott á 60–90°.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Börsungar tilbúnir að taka Rashford en munu ekki borga uppsett verð

Börsungar tilbúnir að taka Rashford en munu ekki borga uppsett verð
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Íhuga óvænt að sparka Martinez – Eftirsóttur maður á blaði

Íhuga óvænt að sparka Martinez – Eftirsóttur maður á blaði
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Leikarinn opnar sig um slysið skelfilega – „Ég sá vinstra augað í mér með hægra auganu“

Leikarinn opnar sig um slysið skelfilega – „Ég sá vinstra augað í mér með hægra auganu“
433
Fyrir 14 klukkutímum

Mikið verk að vinna fyrir Arsenal eftir tap gegn PSG

Mikið verk að vinna fyrir Arsenal eftir tap gegn PSG
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.