fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Ninna Karla gefur egg í annað skiptið – Talar opinskátt um ferlið á Snapchat

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 12. febrúar 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ninna Karla Katrínardóttir er um þessar mundir að gefa egg í annað skiptið og segist hún ætla að halda áfram að gefa þar til hún má það ekki lengur.

Í fyrsta skiptið sem ég gaf egg þá bað vinkona mín mig um að gefa sér það. Ég hafði ætlað að gera þetta heillengi en aldrei gert neitt í því og dreif því loksins í því. Núna er ég að gefa í annað skipti og ég gef vegna þess að það er löng bið eftir eggjum og mig langar að hjálpa fólki að láta drauma sína um barneignir rætast,

segir Ninna í viðtali við Bleikt.is

Vill hjálpa öðrum að upplifa foreldrahlutverkið

Sjálf á Ninna tvær dætur og telur hún ekki líklegt að hún muni sjálf eignast fleiri börn.

Ég horfi þannig á þetta að ég á fullt af eggjum sem ég hef engin not fyrir, ég er búin að eignast börn og ætla mjög líklega ekki að eiga fleiri svo mig langar að aðrir geti upplifað þetta dásamlega hlutverk sem er að verða foreldri.

Ninna með dætur sínar

Ninna starfar í versluninni Ikea en hefur alla tíð haft mikinn áhuga a leiklist og hefur hún leikið með áhugaleikfélögum í mörg ár. Ninna er einnig í tveimur hljómsveitum og elskar hún að syngja og spila á hljóðfæri.

En er ekkert erfitt að gefa egg?

Mér finnst það ekki, ég er nýbyrjuð að sprauta mig með örvunarlyfjunum. Fyrst þegar ég sprautaði mig var aðeins erfitt að mana mig í að stinga sprautunni í mig en eftir fyrsta skiptið var það ekkert mál.

Ninna segist alls ekki hafa áhyggjur af því að líða eins og hún eigi hluta í barninu en segist hún þó vilja vera opin gjafi barnsins vegna.

Mér finnst mikilvægt að barnið geti leitað uppruna síns þegar það er komið með aldur til þess.

Ferlið tekur rúmlega mánuð og segir Ninna að það taki ekki mikið á.

Ég varð aðeins viðkvæm neðst á magasvæðinu síðast og varð rosalega meyr, grét yfir öllu eins og þegar ég var ólétt. En þetta hafði ekki mikil áhrif ég missti kannski tvo til þrjá daga úr vinnu en það er nú ekkert hrikalegt.

Talar opinskátt um ferlið á Snapchat

Ninna segist stefna á það að gefa eins oft og hún má þar til hún verður orðin of gömul.

Það er ekki leyfilegt að gefa egg eftir 35 ára aldur en ég mun gera þetta eins oft og ég get þangað til. Það er svo frábært að geta gefið fólki tækifæri til þess að verða foreldrar.

Ninna vonast til þess að með því að opna umræðuna á egggjafa þá muni fleiri konur fara að gefa egg. Tók Ninna ákvörðun um að tala opinskátt um ferlið á snappinu sínu og svara öllum þeim spurningum sem henni berast.

Hægt er að fylgjast með Ninnu á Snapchat undir notandanafninu: ninnakarla

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Enn einn Snapchat-perrinn

Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni