fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025

Ragga nagli: Þrjú ráð til að gera hreyfingu að órjúfanlegum hluta af sjálfinu

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 28. janúar 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þeim nýjasta fjallar hún um þrjú ráð til að gera hreyfingu að órjúfanlegum hluta af sjálfinu í eitt skipti fyrir öll.

Við gefum Röggu nagla orðið:

Eins og 95% mannkyns í janúar básúnaðirðu í allra eyru eftir þrettándann að hreyfa þig meira á nýju ári.

Margir ætla að sigra heiminn og keyra sig frá núlli upp í fimm æfingar á viku áður en Vísareikningur jólanna datt inn um lúguna.

En slíkt yfirþyrmandi markmið getur orðið óyfirstíganlegt strax á fyrstu vikunni og lamar þig niður í algjört aðgerðarleysi.
Allur harðsperraður. Vonlaust að púsla deginum saman og finna tíma.
Pössun. Vinna. Börnin. Makinn. Kvöldmatur.

Hér eru þrjú ráð til að gera hreyfingu að órjúfanlegum hluta af sjálfinu í eitt skipti fyrir öll.

Gerðu hreyfinguna svo auðvelda að þú getir ekki svindlað.

Til að forma nýjar venjur er best að byrja á pínkuponsulitlum breytingum á hegðun sem heilinn getur endurtakið aftur og aftur á sjálfsstýringu. Ef þú ert í núll og nix flokknum, eru fjórar CrossFit æfingar á viku óraunhæfur byrjunarreitur, og ávísun á snemmbúna uppgjöf. Í stað þess að gera 50 armbeygjur á dag – gerðu 5 armbeygjur. Í stað þess að hlaupa í hálftíma þrisvar í viku, farðu einu sinni í 10 mínútur.
Eitthvað sem þú gerir án þess að grafa djúpt í þarmana eftir viljastyrk.

Bættu við örlítilli prósentu á hverjum degi, eða í hverri viku.

Þegar þú hefur niðurneglt litla yfirstíganlega hegðun geturðu bætt agnarögn við í hverri viku. Gerðu sjö armbeygjur næstu viku. Tíu vikuna á eftir. Bættu einni hlaupaæfingu við vikuna eða lengdu tímann á æfingunni.
Áður en snjóa leysir ertu kominn upp í nokkur skipti í viku án þess að bíta sundur tunguna í sjálfsaga.

Ætlun og framkvæmd.

Rannsóknir sýna að þú ert 2-3x líklegri að hrinda ætlunum í framkvæmd ef þú gerir áætlun um hvenær, hvar, hvernig þú ætlar að æfa. “Ég mun fara í spinning tíma klukkan tíu mánudaginn 3 janúar í World Class Laugum”. Settu það í dagatalið þitt, og láttu símann minna þig á jafnt og þétt uppað viðburðinum. Þessi aðferð stóreykur líkur á að fólk byrji að æfa reglulega.

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sádarnir vilja heimsmeistarann – Ekki sá eini sem er til sölu

Sádarnir vilja heimsmeistarann – Ekki sá eini sem er til sölu
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Frakkarnir létu höggin dynja á Skyttunum eftir gærkvöldið

Frakkarnir létu höggin dynja á Skyttunum eftir gærkvöldið
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Kínverjar kokhraustir – „Mikið áhyggjuefni“

Kínverjar kokhraustir – „Mikið áhyggjuefni“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ekki tilbúnir að láta Grealish fara á þessum forsendum

Ekki tilbúnir að láta Grealish fara á þessum forsendum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Læknar biðla til Borgnesinga – „Vinsamlegast ekki eyða læknatímanum ykkar í að ræða skipulag eða stjórnmál“

Læknar biðla til Borgnesinga – „Vinsamlegast ekki eyða læknatímanum ykkar í að ræða skipulag eða stjórnmál“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Árni tekur njósnamál Björgólfs Thors fyrir – „Við verðum bara í bandi þegar við höfum staðið hann að verki“

Árni tekur njósnamál Björgólfs Thors fyrir – „Við verðum bara í bandi þegar við höfum staðið hann að verki“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Óskar Hrafn opnar sig um veikleika og styrkleika sína – „Einfaldasta leiðin til að lýsa því er að ég vil alltaf falla á eigið sverð“

Óskar Hrafn opnar sig um veikleika og styrkleika sína – „Einfaldasta leiðin til að lýsa því er að ég vil alltaf falla á eigið sverð“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.