fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025

Svali og fjölskylda koma sér fyrir á Tenerife

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 8. janúar 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svali Kaldalóns sem síðast sá um morgunþátt Svala og Svavars á K100, ásamt Svavari Erni, er fluttur til Tenerife ásamt fjölskyldu sinni.

Fjölskyldan er núna búin að búa viku í nýju landi og er að koma sér fyrir.

Svali heldur úti bloggsíðu þar sem að hann hyggst skrifa inn reglulega fréttir frá Tenerife. Einnig má fylgjast með honum á Snapchat: svalik og Instagram: svalikaldalons

 

Hola amigos, nú er liðin ein vika frá því að við komum út. Það er svo ótrúlega margt sem hefur flogið í gegnum hausinn á okkur að það hálfa væri nóg.

Spenningurinn var mikill þegar við vorum að leggja af stað, það er skrítið að fara í flug og vita að maður er ekki beint á leiðinni til baka á næstunni og ekki gekk erfilega að kveðja eða neitt slíkt þetta var bara allt svo skrítið.

Við lentum í 23 stiga hita og vorum ofur spennt að sjá íbúðina sem við erum búin að skoða 300 sinnum á þessum fáu myndum sem við fengum. Spenningurinn breyttist í veruleg vonbrigði. Íbúðin sjálf er fín, æðislegar svalir, geggjað útsýni, sundlaug og stofan er fín. En það vantar megnið af  húsgögnunum sem um var talað. Svo hefur gengið erfilega fá því viðbætt sem okkur vantar, þannig að við ætlum að finna aðra íbúð sem fyrst. Við gerðum við hann(eigandann) 3 mánaða samning en hann sagði við okkur að við gætum losnað út fyrr ef við gæfum honum 15 til 20 daga. Margir spurt mig á snappinu afhverju við komum okkur ekki bara fyrir þarna, frábær staður og íbúðin í lagi og svona. En málið er bara að við erum að borga 1500e á mánuði fyrir þetta og miða við það sem maður getur fengið fyrir þetta verð hér að þá langar okkur að skipta.

Hausinn hefur verið að stríða manni og ég viðurkenni að ég svaf ekki mjög mikið fyrstu 3 dagana. Margt sem ég hugsaði og þá aðallega“ hvað ertu búinn að koma þér útí“. Lá í ókunnugu rúmi í ókunnugu landi og þykist ætla að fara að vinna hér og að öllum í fjölskyldunni líki við þessa dvöl. En sem betur fer þá erum við samstíga í þessu og við eigum góða að hér úti sem brosa út í annað og benda manni á að þetta hafi verið nákvæmlega eins hjá þeim. Þá man maður að þetta er alveg hægt og þetta er ekki svo galið.

Að vakna með bláan himinn alla daga kl 08 er geggjað. Pínu furðulegt að átta sig á að hér gerir maður aðra hluti en heima og það tengist allt veðrinu. Maður segist ekki láta veðrið stoppa sig heima en maður gerir það samt. Við ætlum að vera í frígírnum fram í næstu viku en þá fara skóla málin í gang hjá strákunum og einhver rútína fer að myndast.

Eitt að lokum, ég mæli svo mikið með því að prufa að eyða áramótum hérna úti. Það var svakalega gaman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ekki gerð refsing fyrir að klæmast við unga stúlku í Strætó

Ekki gerð refsing fyrir að klæmast við unga stúlku í Strætó
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Isak sló vafasamt met
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Opnaði Instagram-síðu með nektarmyndum af fyrrverandi kærustu sinni – Sagðist vera að halda myndlistarsýningu

Opnaði Instagram-síðu með nektarmyndum af fyrrverandi kærustu sinni – Sagðist vera að halda myndlistarsýningu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór segir aðila í kringum Breiðablik hafa reynt að búa til óróa innan hópsins nokkrum vikum áður en hann var rekinn

Halldór segir aðila í kringum Breiðablik hafa reynt að búa til óróa innan hópsins nokkrum vikum áður en hann var rekinn