fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025

Courteney Cox hefur losað sig við andlitsfyllingarnar: „Mér líður betur því ég lít út eins og ég sjálf“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 22. júní 2017 15:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Courteney Cox hefur losað sig við fyllingarnar í andlitinu sínu. Í ágúst í fyrra sagðist hún sjá eftir því að hafa barist gegn öldrunareinkennum með lýtaaðgerðum. Hún er hún laus við andlitsfyllingarnar og segist líða betur því nú lítur hún út „eins og hún sjálf.“ Ætlar hún ekki að láta setja fleiri fyllingar í andlitið.

Courteney Cox í ágúst 2015.

Courteney Cox varð fyrst fræg fyrir hlutverk sitt sem Monica í sjónvarpsþáttunum Friends sem slógu í gegn á tíunda áratugnum. Hún var búin að láta breyta sér þónokkuð áður en hún byrjaði í þáttunum Cougar Town árið 2009. Fjölmiðlar fóru að fjalla sífellt meira um útlit hennar og voru háværar sögusagnir um að hún hefði lagst undir hnífinn. Í þætti af Running Wild with Bear Grylls í ágúst í fyrra sagðist Courteney hafa fengið sér fyllingar því hún hafi verið að eltast við að líta unglega út.

„Stundum var ég að reyna en svo sá ég mynd af mér og hugsa, ó guð, þú lítur hræðilega út. Ég hef gert hluti sem ég sé eftir og sem betur fer er þetta eitthvað sem leysist upp eða gengur til baka. Það er gott því þetta hefur ekki alltaf verið mitt besta útlit.“

Fyrir og eftir að hún leysti upp fyllingarnar.

Courteney er í dag 53 ára og er nú án fyllinganna og líður mikið betur. „Ég hef losnað við fyllingarnar mínar. Mér líður betur því ég lít út eins og ég sjálf,“ sagði hún við tímaritið New Beauty.

„Ég held að er líkari manneskjunni sem ég var (fyrir breytingarnar.) Ég vona að það.“

Courteney segir í viðtalinu að hún hafi ekki áttað sig á því hversu háð hún var fyllingunum. Hún bætir við að „fyllingar eru ekki vinir hennar“ og hún sé hamingjusöm yfir því að „geta hreyft andlitið aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Segist vera í formi ferilsins

Segist vera í formi ferilsins
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Jafnar sig eftir skilnaðinn á Íslandi

Jafnar sig eftir skilnaðinn á Íslandi
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Getur ekki beðið eftir að mæta sínum fyrrum félögum um helgina

Getur ekki beðið eftir að mæta sínum fyrrum félögum um helgina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.