fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025

Æðakölkun: Þrengingar á æðum vegna kólesteróls- og fitusöfnunar innan á æðaveggjum

doktor.is
Sunnudaginn 7. maí 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með æðakölkun er átt við þrengingar á æðum vegna kólesteróls- og fitusöfnunar innan á æðaveggjum, sem með tímanum myndar kalklíkar skellur inni í æðunum. Þetta veldur því að æðarnar bæði þrengjast, stífna og missa teygjanleika sinn. Það hindrar blóðstreymi um æðarnar og eykur þannig álag á hjartað við að pumpa blóðinu áfram um líkamann.

Æðakölkun veldur mörgum alvarlegum sjúkdómum og er einn áhrifamesti þáttur í þróun hjarta og æðasjúkdóma.

Æðakölkun getur haft miklar og afdrifaríkar afleiðingar eins og til dæmis heilablóðfall með mögulegri lömun í kjölfarið, kransæðaþrengsl eða kransæðastíflu. Einkenni geta komið fram í fótum og fótleggjum sem verkir og jafnvel ólæknanleg sár vegna ónógs blóðflæðis. Einnig getur skert kyngeta átt rætur í lélegu ástandi æða vegna kölkunar.

Þróun æðakölkunar og þar með hjarta- og æðasjúkdóma getur hafist snemma á lífsleiðinni, oft upp úr tvítugu og eykst með hækkandi aldri. Ættarsaga getur haft mikið að segja um hvort og hversu hratt slíkir sjúkdómar þróast hjá hverjum og einum. En þar fyrir utan eru helstu áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma reykingar, offita, hátt kólesteról í blóði, streita og hreyfingarleysi.

Fyrirbygging og meðferð æðakölkunar byggist fyrst og fremst á lífsstílsbreytingum og lyfjameðferð. Til læknisfræðilegra aðgerða teljast t.d. stíflulosun úr kransæðum við hjartaþræðingu og umfangsmiklar aðgerðir  eins og kransæðaaðgerðir, þegar settar eru nýjar æðar í stað þeirra sem hafa stíflast. Slíkar aðgerðir eru ekkert sem maður velur sér sem meðferðarform. Yfirleitt eru þær neyðarúrræði í alvarlegum tilvikum, enda eru þær hættulegar og vandasamar í sjálfu sér og ekki notaðar nema aðrar leiðir duga ekki til.

Meðferð og fyrirbygging æðakölkunar með lyfjum beinist að því lækka kólesteról í blóði, en því miður eru ekki til lyf sem gefa æðunum teygjanleika sinn að nýju.

Lífsstílsbreytingar sem skipta hvað mestu máli fyrir heilbrigðar æðar eru eftirfarandi:

  • Að hætta að reykja er það langmikilvægsta hjá þeim sem á annað borð reykja
  • Að auka hollustu í fæðuvali með því að borða meira af ávöxtum og grænmeti og minnka á móti neyslu á óhollu feitmeti (harðri fitu og transfitu), s.s. skyndifæði, djúpsteiktur matur og sælgæti
  • Að auka reglulega hreyfingu – setja sér markmið með uppbyggilegri hreyfingu/líkamsrækt a.m.k. 30 mínútur í senn, flesta daga vikunnar
  • Að draga markvisst úr streituvöldum í lífi og starfi, stuðla að góðum svefni og hvíld og þar með að  auka andlegt jafnvægi og líðan

Á endanum er það alltaf á eigin ábyrgð að þekkja okkar helstu áhættuþætti, vera vakandi fyrir einkennum, fylgja meðferðarfyrirmælum og stunda almenna hollustu í daglegu lífi. Það er okkar eigið framlag að hjartanlegri vellíðan!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Hópeflið sem fór úr böndunum – úr Fær rúmlega 5 milljónir í bætur eftir að hún var kölluð Darth Vader í vinnunni

Hópeflið sem fór úr böndunum – úr Fær rúmlega 5 milljónir í bætur eftir að hún var kölluð Darth Vader í vinnunni
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Minningarsjóður Egils Hrafns styrkir Fylki og Selfoss

Minningarsjóður Egils Hrafns styrkir Fylki og Selfoss
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Óánægðir sósíalistar ráðast á Sönnu og segja hana misnota aðstöðu sína – „Fullkomlega óeðlilegt og óviðeigandi“

Óánægðir sósíalistar ráðast á Sönnu og segja hana misnota aðstöðu sína – „Fullkomlega óeðlilegt og óviðeigandi“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Lét ChatGPT lesa í kaffibolla og skildi í kjölfarið við eiginmann sinn

Lét ChatGPT lesa í kaffibolla og skildi í kjölfarið við eiginmann sinn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Glódís er leikfær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Svona er landsliðshópurinn – Glódís snýr aftur

Svona er landsliðshópurinn – Glódís snýr aftur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Reyndu að fjárkúga vel þekktan mann – Heimtuðu tugi milljóna

Reyndu að fjárkúga vel þekktan mann – Heimtuðu tugi milljóna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.