fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025

Pestó pasta með aspas og sólþurrkuðum tómötum

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 1. maí 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ómæ… það sem ég elska góðan mat, gott pasta og já… aspas. Settu ferskan aspas í mat og ég mun elska hann. Þið getið því rétt ímyndað ykkur hvað mér finnst um þennan gúrm pastarétt sem inniheldur basilpestó, sólþurrkaða tómata, mozzarella og grillaðan  aspas. Þvílíkt “match made in heaven” sem þessi blanda er. Rétturinn er tilbúinn á 15 mínútum og þar sem helgin er að nálgast er um að gera að skella hvítvíni í kælinn og njóta.

Athugið að í þessa uppskrift má notast við hvaða pastategund sem heillar. Ég var í stuði fyrir spaghetti að þessu sinni.

Basilpestó pasta með aspas og sólþurrkuðum tómötum

250 g spaghetti, t.d. frá Jamie Oliver
500 g ferskur aspas, neðsti hlutinn skorinn frá
2 msk ólífuolía, t.d. Jamie Oliver olive oil
sjávarsalt og pipar
1/2 bolli basil pestó, t.d. frá Jamie Oliver
1/3 bolli sólþurrkaðir tómatar,  t.d. frá Jamie Oliver
1/3 bolli ferskur mozzarella, skorinn í teninga

  1. Setjið aspasinn á smjörpappírinn á ofnplötu. Dreypið smá af olíu yfir hann, saltið og piprið. Veltið honum aðeins þannig að kryddið fari á allan aspasinn. Setjið í 200°c heitan ofn í 8-12 mínútur eða þar til hann er mjúkur að innan en stökkur að utan.
  2. Takið úr ofni og kælið lítillega. Skerið niður í bita.
  3. Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu.
  4. Setjið spaghetti, aspas, basilpestó, sólþurrkaða tómata og mozzarella saman í skál og blandið vel saman.
  5. Berið strax fram með parmesanosti og ef til vill hvítlauksbrauði.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Staðfestir að hann muni ekki tala við Trump ef hann treður sér aftur í sviðsljósið í sumar

Staðfestir að hann muni ekki tala við Trump ef hann treður sér aftur í sviðsljósið í sumar
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Vissi að ferilinn væri á enda þegar hann ræddi um Tony Adams við samherja sinn

Vissi að ferilinn væri á enda þegar hann ræddi um Tony Adams við samherja sinn
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.