fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025

Vegan smurálegg að hætti Mæðgnanna

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 8. apríl 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mæðgurnar, Sólveig og Hildur, halda úti bloggsíðunni maedgurnar.is þar sem þær deila gómsætum uppskriftum með fallegum myndum. Þær deildu eftirfarandi færslu og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi að birta hana með lesendum:

Okkur langar til að sýna ykkur skemmtilega aðferð við að búa til jurta”ost”. Við mæðgur höfum svo gaman af því að búa til svona gúmmelaði, þið gætuð haft gaman af að prófa líka, hvort sem þið eruð Grænkerar eða þykir einfaldlega gaman að prófa eitthvað nýtt.

Aðferðin er svolítið skemmtileg. Við byrjum á því að búa til hnetumauk, en síðan þeytum við kjúklingabaunasoð (aquafaba – vökvinn sem umlykur baunirnar í krukkunni, hægt að lesa meira um þennan merkilega vökva hér) til að fá léttleikann inn og búum til nokkurskonar majones. Að lokum er hnetumaukinu bætt út í og úr verður dásamlegt smurálegg.

Þetta er grunnuppskrift, sem gefur „hreint bragð“. Þetta er bæði hægt að nota sem smurálegg, í matargerð í staðinn fyrir rjómaost og einnig í eftirrétti. Fyrir bragðmeira smurálegg er um að gera að bæta góðri kryddblöndu út í, ásamt því sem ykkur finnst gott, t.d. rauðlauk og sólþurrkuðum tómötum.

Smurálegg

Grunnuppskrift:
3 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti yfir nótt
1 dl möndlumjólk
½ dl kjúklingabaunasafi (aquafaba)
1 msk eplaedik – hægt að nota 50/50 sítrónusafa og eplaedik
¼ – ½ tsk sjávarsaltflögur
1 dl kókosolía, fljótandi
½ dl góð kaldpressuð olía (ekki of bragðsterk), t.d. sólblómaolía, ólífuolía eða avókadóolía

Ef vill:
1 ½ tsk mexíkósk kryddblanda (eða þín uppáhalds blanda)
rauðlaukur, saxaður
sólþurrkaðir tómatar
ferskar kryddjurtir

Eða:
hvítlaukur, salt, pipar, rósmarín…

Aðferð

  1. Leggið kasjúhnetur í bleyti yfir nótt.
  2. Hellið vatninu af kasjúhnetunum og blandið saman útbleyttum kasjúhnetum og möndlumjólk í blandara, þar til alveg silkimjúkt og kekklaust. Setjið í skál.
  3. Setjið kjúklingabaunasafa + eplaedik + salt í blandara og blandið í smá stund.
  4. Hafið blandarann í gangi og hellið nú hægt og rólega kaldpressuðu olíunni út í og síðan kókosolíunni. Þegar þetta er orðið að nokkurskonar majonesi þá hafið þið blandarann í gangi og setjið kasjúmaukið út í, 1 msk í einu þar til þetta er orðið að stífum og flottum “rjómaosti”.
  5. Einnig má nota matvinnskuvél til að blanda saman kasjúhnetunum og “majonesinu”.
  6. Setjið í skál og inn í ísskáp í að minnsta kosti 2 klst

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans
433Sport
Í gær

Tvenna hjá Manchester United

Tvenna hjá Manchester United
Pressan
Í gær

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.