fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025

Gómsæt uppskrift mæðgnanna að litríkum rótarfrönskum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 3. apríl 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mæðgurnar Sólveig og Hildur hafa brennandi áhuga á grænmeti og matargerð, umhverfisvernd og lífrænni matjurtarækt. Þær halda úti bloggsíðunni maedgurnar.is þar sem þær deila gómsætum uppskriftum með fallegum myndum. Þær deildu nýlega uppskrift að litríkum rótarfrönskum og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi að deila henni með lesendum.

Heimalagaðar franskar eru ljúffengar, bæði sem meðlæti en líka bara einar og sér með djúsí sósu til að dýfa í. Þegar við mæðgur gerum franskar finnst okkur skemmtilegast að hafa þær litríkar og notum þess vegna rauðrófur, sætar kartöflur og sellerírót ásamt hinum hefðbundnu hvítu kartöflum. Bragðið verður fjölbreyttara og svo eru þær afbragðs fallegar!

Hvað er girnilegra en að dýfa litríkum frönskum í djúsí spicy mayo? Namm!

Litríkar rótarfranskar

2 bökunarkartöflur
1 meðalstór sæt kartafla, afhýdd
1 rauðrófa, afhýdd
½ sellerírót, afhýdd
2-3 msk kókosolía
1 tsk paprikuduft
1 tsk laukduft
1 tsk sjávarsalt
smá cayenne pipar

  1. Skerið allt grænmetið í langa og mjóa stöngla, eins og franskar í laginu.
  2. Setjið rauðrófufrönskurnar í skál með vatni í ca 5 mín, takið uppúr og þerrið.
  3. Setjið bökunarpappír á ofnplötu og dreifið öllum frönskunum þar á.
  4. Kryddið og dreifið kókosolíunni yfir.
  5. Bakið við 180°C í 25 mín eða þar til frönskurnar eru fallega gylltar og bakaðar í gegn.
  6. Berið fram með spicy mayo og njótið!

Uppskriftir að spicy mayo má finna hér:

Spicy mayo úr kjúklingabaunavatni

Spicy mayo úr kasjúhnetum

Sjá einnig:

Uppskrift mæðgnanna að Ratatouille með kartöflumús

Djúsí samloka með heimagerðu spicy mayo

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guardiola telur sig ekki geta endurtekið þetta – „Auðvitað veit ég það, þetta eru brjálaðar tölur“

Guardiola telur sig ekki geta endurtekið þetta – „Auðvitað veit ég það, þetta eru brjálaðar tölur“
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.