fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025

Gullfallegt DIY snyrtiborð frá Báru Ragnhildardóttur á Ynjum

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 30. mars 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við rákumst á þetta gullfallega snyrtiborð sem Bára Ragnhildardóttir, bloggari á Ynjum, bjó til fyrir svefnherbergið sitt. Hún gaf okkur leyfi til að deila lýsingu á því hvernig hún smíðaði borðið með lesendum Bleikt.

Gjörið svo vel!

Núna erum við litla fjölskyldan nýflutt en áður en við fluttum vorum við tiltölulega ný búin að taka svefnherbergið okkar í gegn. Í kjölfarið á því verkefni útbjuggum við (eða Richard réttara sagt) “heimatilbúið” snyrtiborð sem mig langar að deila með ykkur.

Hérna er það sem við notuðum, það fæst allt í IKEA:

Borðið sjálft er búið til úr tveim BESTÅ skápum úr IKEA. Sem er frábært því okkur vantaði skápapláss í íbúðina. Til að festa skápana saman og búa til borðið sjálft notaði Richard framhlið/hillu úr BESTÅ línunni sem er 60×40 og passaði á milli skápana. Hann festi þessa framhlið/hillu upp með því að skrúfa hillubera í skápana og tilla henni svo ofaná þá.


Til að fela samskeytin settum við toppplötu úr hvíttuðu gleri úr BESTÅ línunni og fengum með því flotta heildarmynd á borðið. Toppplatan er 180×40 og þess vegna höfðum við passað að framhliðin/hillan væri 60 á lengd svo að toppplatan væri akkurat jafn löng og snyrtiborðið í heild (3 x 60)

Fyrir ofan borðið settum við svo spegil sem er 60×60 cm og ljós sitthvoru megin við. Richard tengdi svo „slökkvitakka” í ljósin og festi undir borðið svo það væri þægilegt að kveikja og slökkva.


Greinin birtist fyrst á Ynjum

Smelltu hér til að lesa meira frá Báru Ragnhildardóttur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ákveðinn í að komast frá Chelsea og horfir á einn áfangastað

Ákveðinn í að komast frá Chelsea og horfir á einn áfangastað
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Van Dijk vonsvikinn með hegðun stuðningsmanna: ,,Var nóg af fólki að segja þeim að þegja“

Van Dijk vonsvikinn með hegðun stuðningsmanna: ,,Var nóg af fólki að segja þeim að þegja“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Staðfestir að hann sé ekki hættur eftir bílslysið hræðilega

Staðfestir að hann sé ekki hættur eftir bílslysið hræðilega
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Deilur um Palestínufána í Gleðigöngunni: „Írónían er bara svo hrópandi“

Deilur um Palestínufána í Gleðigöngunni: „Írónían er bara svo hrópandi“
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fengu aðrar slæmar fréttir fyrir tímabilið – Annar miðvörður meiddur

Fengu aðrar slæmar fréttir fyrir tímabilið – Annar miðvörður meiddur
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði