fbpx
Sunnudagur 19.október 2025

Dýrleif spyr: „Á litli „prinsinn“ eða „prinsessan“ að ráða öllu?“

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 18. mars 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag fæðast flest öll börn á Íslandi sem prinsar og prinsessur. Ekki það að þau séu í raun af konungsættum. Nei, þau eru börn og barnabörn mín og þín. Börn fólks sem hefur unnið hörðum höndum að því að hafa í sig og á, mann fram af manni.

Þessi tíska að tala um börn sem konungborið fólk er fáránleg svo ekki sé meira sagt. Ég spyr mig hver sé tilgangurinn með því? Er það spurningin um valdið á heimilinu? Á litli „prinsinn“ eða „prinsessan“ að ráða öllu? Eða er það þjónustulund hinna fullorðnu sem ræður þessu? Á að þjóna þessu barni og hlýða hverri skipun þess? Eiga þessir „prinsar og prinsessur“ að sjá fyrir sér í framtíðinni?

Dýrleif Skjóldal, höfundur greinar.

Hverju sem um er að kenna þá trúi ég ekki að það sé börnum til góðs að vera stöðugt umtöluð sem eitthvað sem þau eru ekki. Ég trúi heldur ekki að lýsingarorðin sem um þau eru notuð þurfi öll að vera í efsta stigi. Fallegust/fallegastur, duglegust/duglegastur, sterkust/sterkastur og svo framvegis sem hlýtur að þýða að öll hin séu ljótari, duglausari og máttlausari.

Börnin okkar eru framtíðarfólk. Þau fá margs konar hæfileika og útlit í arf frá foreldrum sínum. Það er okkar að hjálpa þeim að þroska þessa hæfileika. Það er okkar að kenna þeim að gera það besta úr því sem þeim var úthlutað. Það er okkar að gera þau að föður- og móðurbetrungum því lífið fer ekki aftur á bak. Vel undirbúið barn er barn sem spjarar sig.

Höfundur er Dýrleif Skjóldal, leikskólakennari og sundþjálfari.
Greinin birtist fyrst í Akureyri vikublað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þroskaþjálfa á Sólheimum sagt fyrirvaralaust upp störfum – „Bara refsing fyrir að tjá sig“

Þroskaþjálfa á Sólheimum sagt fyrirvaralaust upp störfum – „Bara refsing fyrir að tjá sig“
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

The Legend of Springsteen til Íslands

The Legend of Springsteen til Íslands
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum
Fékk skrúfu í pylsuna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ræddu tíðindin af Viðari – „Þessir þjálfarar taka stundum skrýtnar ákvarðanir“

Ræddu tíðindin af Viðari – „Þessir þjálfarar taka stundum skrýtnar ákvarðanir“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík
Fókus
Í gær

Krefst 30 milljóna á mánuði eftir skilnaðinn til að viðhalda „lúxuslífstílnum“

Krefst 30 milljóna á mánuði eftir skilnaðinn til að viðhalda „lúxuslífstílnum“
433Sport
Í gær

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda
433Sport
Í gær

Líkur á að Trent verði heill heilsu fyrir endurkomuna á Anfield

Líkur á að Trent verði heill heilsu fyrir endurkomuna á Anfield
Pressan
Í gær

Fannst eftir að hafa verið innilokuð í 27 ár – „Fáum dögum frá dauðanum“

Fannst eftir að hafa verið innilokuð í 27 ár – „Fáum dögum frá dauðanum“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.