fbpx
Mánudagur 20.október 2025

Ed Sheeran skaðbrenndist á Íslandi: „Ég hélt ég væri að deyja“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 15. febrúar 2017 12:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ed Sheeran ferðaðist til Íslands í fyrra til að halda upp á afmælið sitt en átti því miður ekki sjö dagana sæla. Að hans eigin sögn er hann klaufskur kjáni og slasast því mjög oft. Dvöl hans á Íslandi var engin undantekning og skaðbrenndist hann á öðrum fætinum þegar hann steig óvart ofan í sjóðheitan hver.

„Ég hef aldrei fundið þá tilfinningu að ég væri að deyja, en þannig leið mér þarna,“

sagði hann í spjallþætti Ellen DeGeneres í gær.

Ed Sheeran var klæddur þykkum Timberland skóm en sjóðandi heitt vatn lak ofan í skóinn. Þeir sem voru með honum og viðstaddir atvikinu sögðu honum að fara ekki úr sokknum en hann lét samt sem áður taka sig úr honum vegna sársauka.

„Þegar þeir tóku mig úr sokknum fór skinnið af fætinum með,“

sagði hann. Slysið átti sér stað á „virku eldfjalli“ á Íslandi að sögn Ed Sheeran.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Innviðaráðherra fellur frá þrepaskiptum réttindum til dráttarvélaaksturs

Innviðaráðherra fellur frá þrepaskiptum réttindum til dráttarvélaaksturs
Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Birgitta Líf eyddi afmælisdeginum í Stóra eplinu

Birgitta Líf eyddi afmælisdeginum í Stóra eplinu
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Vill geta sleppt því að arfleiða soninn – „Þau sem þarfnast þess mest“

Vill geta sleppt því að arfleiða soninn – „Þau sem þarfnast þess mest“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Eflingarfélagar hafa áberandi lægstu tekjurnar 

Eflingarfélagar hafa áberandi lægstu tekjurnar 
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Alvarlegt umferðarslys við Kirkjubæjarklaustur

Alvarlegt umferðarslys við Kirkjubæjarklaustur
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Elli Egils opnar sig um fjölskyldulífið: „Við höfum svo ættleitt tvær stelpur af þessum átta börnum“

Elli Egils opnar sig um fjölskyldulífið: „Við höfum svo ættleitt tvær stelpur af þessum átta börnum“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.