fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025

Jólasveininum stolið fyrir framan Austur – vegleg fundarlaun í boði

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 23. desember 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skemmtistaðurinn Austur í Austurstræti í miðbæ Reykjavíkur hefur verið með jólamarkað, tónleika og aðra skemmtun síðustu daga, sem hefur verið vel sótt af gestum og gangandi. Aðfararnótt föstudags gerðist hinsvegar sá leiðinlegi atburður að Sveina, jólasveininum sem tók á móti gestum var stolið.

„Sveinn og Snæfinnur voru í móttökunefnd meðan Ívar Daníels og Mummi voru að halda jólatónleika fyrir fullu húsi, svo skyndilega rétt fyrir miðnætti hvarf Sveinn,“ segir Víkingur Heiðar Arnórsson, framkvæmdastjóri Austur. „Starfsfólk Austurs skilur ekki hvernig hann gat horfið án þess að nokkur tæki eftir því þar sem hann er um 180 cm á hæð, rauður og með góða bumbu!“

Lögreglu var gert viðvart og búið er að fara yfir myndavélar. Ljóst er að þjófurinn stóð einn að verki og var vel í glasi. Því miður sést ekki nógu vel í andlit viðkomandi og er búist við að birtar verða myndir af þjófnum í fjölmiðlum til að sjá hvort einhver geti borið kennsl á hann. Eins og áður sagði er Sveinn180 cm á hæð, með hvítt skegg, í svörtum skóm og með bumbu.

„Á Þorláksmessu er Högni með fría jólatónleika, og er varla hægt að halda af stað án Sveins þar sem hann gegnir lykilhlutverki í móttöku staðargesta,“ segir Víkingur Heiðar, sem býður veglegt Helix flöskuborð fyrir þann sem getur bent á hvar Sveinn er niðurkominn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Gráðugar konur táldraga rússneska hermenn nærri víglínunni

Gráðugar konur táldraga rússneska hermenn nærri víglínunni
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögreglan á Kanaríeyjum skaut fáklæddan mann eftir að fjölskylduerjur fóru úr böndunum

Lögreglan á Kanaríeyjum skaut fáklæddan mann eftir að fjölskylduerjur fóru úr böndunum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tekur á sig launalækkun og hafnar því að fá yfir helmingi meira í Sádí

Tekur á sig launalækkun og hafnar því að fá yfir helmingi meira í Sádí

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.