fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025

Ásdís Rán situr fyrir svörum: Stolt valkyrja sem langar að hitta Marilyn Monroe

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 16. desember 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Mynd: Brynja/DV.

Fyrirsætan, þyrluflugmaðurinn, móðirin og athafnakonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir reynir nú fyrir sér á nýju sviði, ritvellinum.

„Ég er búin að vera að skrifa bók sem heitir Valkyrjan Lífstílshandbók og koma henni á framfæri síðustu vikur og verð að því fram yfir áramót.“

„Áhugamálin eru fjölmörg: þyrluflug, líkamsrækt, skíði, heilsa, ferðalög og góður matur og vín,“ segir Ásdís Rán sem svarar spurningum Bleikt.

Persónuleiki þinn í fimm orðum? Glamorous, prinsessa, athafnamikil, róleg en samt ákveðin.

Hver er þinn helsti veikleiki? Stoltið.

Stíllinn þinn í fimm orðum? Gull, glamúr, classy, sexy, hælar.

Hvernig eru þínar jólahefðir? Allt extream, elska jólin og allt jóla. Alveg skylda að hafa lambahrygg á aðfangadag, Þorláksmessa er bæjarrölt og kósí stemmning sem má ekki sleppa, náttföt og nammi eftir mat 24. desember og best að vera hjá mömmu.

Hvað er best við jólin? Allt, ljósin, jólastemmningin, maturinn og allt sem fylgir.

Ef þú ættir fimm milljónir til að eyða í eitthvað – hvað yrði það? (bannað að segja skuldir) Það færi í útborgun á framtíðarhúsinu mínu.

Twitter/Facebook/Snapchat/Instagram? Asdis rán gunnarsdóttir á Facebook, Snap: icequeensnap og Instagram: asdisran.

Hvaða hlutar gætir þú ekki verið án? Það væri væntanlega tölva.

Hvað óttastu mest? Óttast mest um krakkana mína.

Hvaða tónlist er á spilunarlistanum? Það er engin spilunarlisti til hjá mér, hlusta bara á útvarp.

Áttu þér eitthvað „guilty pleasure”? Ostar, súkkulaði og gott vín.

Ef þú værir dýr, hvaða dýr myndir þú vilja vera og af hverju? Tiger, það er svo mikið ég.

Hvernig var fyrsti kossinn? Hann var spennandi.

Hver væri titill ævisögu þinnar?  Ævi ísdrottningarinnar.

Hvaða leynda hæfileika hefur þú? Marga sem ég vil ekki segja frá.

Hvað fékk þig til að tárast síðast?  Það var örugglega Leitin að upprunanum á Stöð 2.

Hvaða sögu segja foreldrar þínir endurtekið af þér? Hvað ég var dugleg að borða allt.

Ertu með einhverja fobíu? Nei ekkert svoleiðis.

Hver er besta ákvörðun sem þú hefur tekið? Að eignast börnin mín.

Hvað er neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Það er eitthvað sem ég get ekki gefið upp!

Með hverjum lífs eða liðnum myndir þú vilja verja einni kvöldstund? Marilyn Monroe.

Hver er fyrsta endurminning þín? Þegar ég tók fyrstu skrefin eins árs.

Lífsmottó? You only live once, do it..!

Hvar er hægt að fylgjast með þér? Aðallega á Facebook, líka eitthvað á Snapchat: Icequeensnap.

Hvað er framundan hjá þér á nýja árinu?  Kanski nýjar bækur, snyrtivörur, það er óráðið.

Uppáhalds útvarpsmaður/stöð? K100 Svavar og Svali.

Uppáhalds matur/drykkur? Hvítvín og sjávarréttir.

Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit? Engin sérstök, fullt af góðum listamönnum til.

Uppáhalds kvikmynd/sjónvarpsþættir? Það er svo mikið um þetta á Netflix að það er ekki hægt að velja einhvern einn.

Uppáhalds bók? Valkyrjan Lífsstílshandbók.

Uppáhalds stjórnmálamaður? Enginn.

Eitthvað annað sem þú vilt að komi fram? Útgáfuhófið fyrir Valkyrjuna er á morgun í Eymundsson Laugavegi 77 frá kl.17-19 og allir velkomnir að kíkja við og ná sér í áritaða bók. Viðburður á Facebook 

Valkyrja er vinnubók og lífsstílsleiðarvísir fyrir konur á öllum aldri sem vilja móta líf sitt, búa sér til skýra sýn á framtíðina, finna eldmóðinn og takast á við markmið sín á markvissan og skemmtilegan hátt. Handbókin er full af áhrifamiklum spurningum og áskorunum sem koma til með að leiðbeina þér áfram í lífinu.

Fylgjast má með Ásdísi Rán á Facebook, Instagram og Snapchat: icequeensnap.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Kemur Arnar þjóðinni á óvart með þessu á næstu dögum? – „Arnar er þannig“

Kemur Arnar þjóðinni á óvart með þessu á næstu dögum? – „Arnar er þannig“
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hafnaði þessum fjórum ensku liðum áður en hann valdi United

Hafnaði þessum fjórum ensku liðum áður en hann valdi United
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Óttast um Yamal – Gæti orðið þrátlátt

Óttast um Yamal – Gæti orðið þrátlátt
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lögreglan leitar að þessu fólki

Lögreglan leitar að þessu fólki
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hættur í fótbolta 27 ára og tekur algjöra U-beygju í lífinu

Hættur í fótbolta 27 ára og tekur algjöra U-beygju í lífinu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.