fbpx
Föstudagur 31.október 2025

Þekkir þú Guðmund? – Hann þekkir þig

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 14. desember 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einu sinni var maður sem hét Guðmundur. Hann var þeim galla búinn að þegar vinnufélagarnir töluðu um einhvern þá þóttist Guðmundur þekkja viðkomandi. Einn daginn í vinnunni í kaffihléinu voru menn að tala um Björk Guðmundsdóttur.

Þá heyrðist í Guðmundi: Já, Björk, hún er nú góð stelpa.
Vinnufélagi: Guðmundur, þekkir þú Björk?
Guðmundur: Já, hún er mjög fín.
Vinnufélagi: Djöfuls kjaftæði Guðmundur. Við erum kominir með nóg af þessu. Þú þykist þekkja alla. Í guðana bænum hættu þessu kjaftæði og haltu þessu fyrir sjálfan þig.

Nokkrum dögum síðar í vinnunni:
Vinnufélagi: Strákar, Svíakonungur er víst að koma til landsins á morgun.
Guðmundur: Já Svíakonungur, það er nú góður karl.
Vinnufélagi: Þekkir þú líka Svíakonung?
Guðmundur: Já, já ég þekki hann mjög vel.

Eins og áður sagði voru vinnufélagarnir búnir að fá sig full sadda á þessu kjaftæði í Guðmundi og létu þetta sem vind um eyru þjóta. Daginn eftir var Guðmundur ekki í vinnunni og þótti mönnum það mjög einkennilegt. Sama kvöld í fréttum sást Guðmundur ásamt ríkisstjórninni á Reykjavíkurflugvelli í móttökunefnd að taka á móti Svíakonungi og heilsuðust Guðmundur ogSvíakonungur með virktum. Vinnufélagirnir voru mjög hissa og sumir meira að segja trúðu núna þessum sögum Guðmundar.

Tveimur dögum síðar tilkynnti yfirmaður vinnunnar að hann ásamt konu sinni væri að fara til Ítalíu og ætlaði að sjá páfann í Vatíkaninu. Þá heyrðist í Guðmundi: Páfinn, á, það er nú góður maður.
Yfirmaður: Guðmundur, þekkir þú nú páfann líka?
Guðmundur: Já, já auðvitað, ansi fínn karl en svolítið gamall.
Yfirmaður: Guðmundur, nú geri ég við þig samning. Þú kemur með okkur til Ítalíu og kynnir mig fyrir páfanum. Ef þú þekkir hann skal ég splæsa á þig ferðinni, ef hann þekkir þig ekki splæsir þú.

Guðmundur og yfirmaðurinn voru komnir í Vatíkanið í messu og kirkjan var fullsetin. Þegar messan var búin gekk Guðmundur í gegnum mannþröngina og upp að púltinu þar sem páfinn var. Þeir heilsuðust með virktum og töluðu í smá stund saman. Síðan er Guðmundi litið yfir mannþröngina en sér yfirmanninn ekki í fyrstu. Loksins kemur hann auga á hann þar sem hann liggur á gólfinu með óráði og fólk stumrandi yfir honum. Guðmundur hleypur strax til yfirmanns síns og kemur að honum þegar hann er að ranka við sér.
Guðmundur: Hvað gerðist? Varstu svona hissa á þvi að ég þekkti páfann?
Yfirmaður: Nei , nei þegar þú varst að tala við páfann þá bankaði Brad Pitt  í öxlina á mér og spurði mig: Hvaða maður er þetta sem stendur við hliðina á Guðmundi?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Auðmjúka stjarnan á Íslandi – „Er bara eins og gaur út sveitinni“

Auðmjúka stjarnan á Íslandi – „Er bara eins og gaur út sveitinni“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Lögreglan leitar að þessu fólki

Lögreglan leitar að þessu fólki
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kemur í ljós á þriðjudag hvaða liðum Ísland mætir í undankeppni HM

Kemur í ljós á þriðjudag hvaða liðum Ísland mætir í undankeppni HM
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hæstiréttur klofnaði í peningaþvættismáli – Gat ekki útskýrt hvaðan 21 þúsund evrur komu

Hæstiréttur klofnaði í peningaþvættismáli – Gat ekki útskýrt hvaðan 21 þúsund evrur komu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hafnarfjarðarmálið: Meintur gerandi hringdi stöðugt í móðurina í aðdraganda húsbrotsins – Sláandi lýsingar á ofbeldi gegn drengnum

Hafnarfjarðarmálið: Meintur gerandi hringdi stöðugt í móðurina í aðdraganda húsbrotsins – Sláandi lýsingar á ofbeldi gegn drengnum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ummæli Wayne Rooney vekja athygli – Drepleiddist á bestu árum sínum hjá United

Ummæli Wayne Rooney vekja athygli – Drepleiddist á bestu árum sínum hjá United

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.