


Konurnar kepptu í 12 flokkum og sigurvegari mótsins verður að teljast Bára Jónsdóttir, sem var að keppa í fyrsta sinn í módelfitness, en hún fór heim með þrenn verðlaun: hún byrjaði á að sigra byrjendaflokkinn, síðan yfir 168 cm flokkinn og að lokum hún verðlaun sem sigurvegari yfir heildarkeppnina.

Glóey Jónsdóttir varð bikarmeistari í módelfitness unglinga og sigurvegari í undir 163 sm flokki.

Alda Ósk Hauksdóttir varð sigurvegari í olympíufitness.

Bára Jónsdóttir varð sigurvegari í módelfitness yfir 168 sm, Sunneva Torres í öðru sæti og Hafrún Hákonardóttir í þriðja sæti.

Rakel Guðnadóttir varð sigurvegari í fitness undir 163 sm.

Þorbjörg Ólafsdóttir varð sigurvegari í módel fitness undir 168 sm.

Glóey Jónsdóttir varð sigurvegari í módelfitness unglinga, Sóley Kristín Jónsdóttir í öðru sæti og Hafrún Hákonardóttir í þriðja sæti.

Anna Fedorowicz varð sigurvegari í fitness kvenna 35 ára plús, Hildur Allansdóttir í öðru sæti og Rósa Björg Guðlaugsdóttir í þriðja sæti.

Hanna Hallgrímsdóttir varð sigurvegari í módelfitness 35 ára plús, Nadja Nikita Ósk Rjabchuk í öðru sæti og Sonja Rut Aðalsteinsdóttir í þriðja sæti.
Úrslit mótsins má finna í heild sinni á heimasíðu Fitness.is.