fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025

„Staðgöngumæðrun erfiðari en meðganga“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 15. nóvember 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Kardashian West á tvær erfiðar meðgöngur að baki þegar hún gekk með börn sín, soninn Saint, sem er að verða tveggja ára, og dótturina North, sem er fjögurra ára, en hún er ekkert hrifnari af því að nýta sér staðgöngumæðrun vegna þriðja barnsins.

Raunveruleikastjarnan á von á stúlkubarni með eiginmanninum Kanye West og í viðtali við Entertainment Tonight segir hún að staðgöngumæðrun hafi verið erfiðari leið að taka.

„Þetta er allt öðruvísi,“ segir Kim. „Þeir sem halda eða segja að þetta sé auðvelda leiðin að velja hafa svo rangt fyrir sér. Ég held að það sé miklu erfiðara að fara þessa leið, af því að þú ræður ekki ferðinni.“

„Þú velur auðvitað einhverja sem þú treystir alfarið og sem þú átt góð tengsl og samband við, en þetta er samt…..vitandi að ég gat gengið með fyrstu tvö börnin mín og ekki með þriðja barnið mitt, það er erfitt fyrir mig,“ bætti hún við. „Þetta er erfiðari reynsla en ég bjóst við, sérstaklega hvað stjórnunina varðar.“

Mommy & Son day today

A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on

Kim sagði frá því í apríl síðastliðnum að læknar höfðu sagt henni að hún gæti ekki gengið með fleiri börn. Á báðum meðgöngunum þjáðist hún af placenta accreta (sem lýsir sér þannig að fylgjan er föst við legvegg,en totur ganga ekki inn í vöðvahjúp)

„Ég hataði að vera ófrísk, ég hélt þetta (staðgöngumæðrunin) yrði auðvelt, en þú veist, jafn mikið og ég hataði óléttuna, ef að ég gæti þá myndi ég frekar kjósa að ganga með barnð sjálf.“

„Þessi innri togstreita er erfið, en ég læt þetta bara ganga og þetta er eins og það er.“

My cutie!

A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on

Þrátt fyrir að Kim átti sig á að hún og eiginmaðurinn séu heppin að geta fagnað komu nýs fjölskyldumeðlimar, þá er undirbúningur fyrir fæðingu barnsins ekki sá sami og þegar hún var ófrísk.

„Þetta er algjörlega ólík reynsla og það er blessun að ég á kost á að gera hlutina svona og að tæknin er þannig að við getum gert þetta.“

„En þetta er samt ferli sem þú þarft að átta þig á,“ bætir hún við. „Bara sú staðreynd að þetta er að gerast og stundum gleymir maður því, af því að þegar þú ert ófrísk, þegar barnið kemur þá ertu tilbúin og undirbúin, og núna er ég bara: „Guð minn góður, ég fríka út af því ég er ekki tilbúin og ekki undirbúin, en þetta mun allt verða í lagi.“

?

A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on

Síðustu helgi hélt Kim „babyshower.“

„Þau eru spennt,“ segir Kim aðspurð um hvað börn hennar segja um systkinið sem er á leiðinni. „Ég veit ekki hvort þau átta sig alveg á þessu þar sem þau sjá ekki óléttubumbu á mér og hlusta á mig kvarta á tveggja sekúndna fresti.“

„En við tölum mikið um barnið, þannig að þau eru spennt held ég. Ég veit ekki hvernig Saint mun taka því af því að hann áttar sig kannski ekki alveg á þessu, en dóttir mín er mjög spennt.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Grealish að semja við nýtt félag

Grealish að semja við nýtt félag
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gætu þurft að selja fimm stjörnur fyrir lok gluggans

Gætu þurft að selja fimm stjörnur fyrir lok gluggans
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Neyðarkall frá Búlandstindi

Neyðarkall frá Búlandstindi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

633 blaðamenn tóku þátt og enginn skilur neitt – Komst ekki í efstu þrjú sætin

633 blaðamenn tóku þátt og enginn skilur neitt – Komst ekki í efstu þrjú sætin
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu markið sem margir eru að tala um – Skot eða sending?

Sjáðu markið sem margir eru að tala um – Skot eða sending?
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“