fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025

Áhorfendur í Texas völdu Axel O & Co sem bestu hljómsveitina

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 7. nóvember 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við sögðum frá því í gær að Rúnar Eff og félagar hefðu unnið til tvennra verðlauna á tónlistarhátíð í Texas, en þeir voru svo sannarlega ekki eina íslenska hljómsveitin sem gerði það gott á hátíðinni því Axel O & Co vann líka til verðlauna, en áhorfendur völdu þá bestu hljómsveitina (PEOPLE´S CHOICE AWARDS).

Axel O og co skipa: Axel Ómarsson, Magnús Kjartansson, Sigurgeir Sigmundsson, Jóhann Ásmundsson og Sigfús Óttarsson.

Texas Sounds International Country Music Awards er tónlistarhátíð sem er haldin í Jefferson með tónlistarfólki héðan og þaðan úr heiminum.
Kántríhljómsveitir frá 13 löndum: Ísland, Svíþjóð, Króatía, Mexíkó, Suður-Afríka, Swaziland, Slóvakia, USA, Írland, Bahamas, Ítalía, Nýja Sjáland og Spánn, voru tilnefndar til verðlauna og komu fram á hátíðinni. Hátíðin fór fram á þremur kvöldum þar sem allar hljómsveitirnar komu fram.

„ÍSLAND GERIR ÞAÐ GOTT Í TEXAS:
Við í Axel O & Co vorum að klára túrinn okkar til Jefferson í Texas þar sem komum fram á Texas Sounds Country Music Awards 2017. Það er sérstaklega gaman að segja frá því að við unnum til verðlauna !!
Country hljómsveitir frá 13 löndum (Ísland, Svíþjóð, Króatía, Mexico, Suður Afríka, Swaziland, Slóvakia, USA, Írland, Bahamas, Ítalía, Nýja Sjáland, Spánn), voru tilnefndar til verðlauna og komu fram á hátíðinni. Hátíðin fór fram á þremur kvöldum þar sem allar hljómsveitirnar komu fram.
Frá Íslandi voru tvær hljómsveitir, Axel O & Co og Rúnar Eff ásamt hljómsveit.
Veitt voru verðlaun í ýmsum flokkum, annars vegar val dómnefndar, og svo sérstök kosning þar sem áhorfendur völdu bestu hljómsveit hátíðarinnar.
Það er einstaklega gaman að segja frá því að báðar íslensku hljómsveitirnar unnu til verðlauna ! Axel O & Co voru valin besta hljómsveitin af áhorfendum, og hlutu PEOPLE´S CHOICE Award, og Rúnar Eff og félagar unnu BAND OF THE YEAR og MALE VOCALIST að mati dómnefndar. Innilega til lukku með það Rúnar Eff og félagar !!
Þetta sýnir okkur að íslensk Country tónlist á fullt erindi við unnendur Country tónlistar um heim allan, þar með talið í USA vöggu Country tónlistarinnar !,“ skrifar Axel á Facebooksíðu sína.

Bleikt.is óskar þeim félögum innilega til hamingju.

Myndirnar eru úr ferðalaginu um Bandaríkin, notaðar með góðfúslegu leyfi frá Axel Ómarssyni.

Axel O & CO á YouTube.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Segist hafa þurft að fara frá United til að finna hamingjuna – „Þegar þeir eru að hafa gaman kalla þeir mig sweetie“

Segist hafa þurft að fara frá United til að finna hamingjuna – „Þegar þeir eru að hafa gaman kalla þeir mig sweetie“
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?
Matur
Fyrir 4 klukkutímum

Innkalla mexíkóska kjúklingasúpu eftir að torkennilegur pappír fannst í súpunni

Innkalla mexíkóska kjúklingasúpu eftir að torkennilegur pappír fannst í súpunni
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hjörvar greip um andlit sitt vegna umdeildra ummæla Gunnars – Gæti hann þó hafa hitt naglann á höfuðið?

Hjörvar greip um andlit sitt vegna umdeildra ummæla Gunnars – Gæti hann þó hafa hitt naglann á höfuðið?
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Rekinn eftir samlokuárás

Rekinn eftir samlokuárás
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Heimsóknum Breta á klámsíður hefur fækkað mikið – Eða hvað?

Heimsóknum Breta á klámsíður hefur fækkað mikið – Eða hvað?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.